Liðakeppnin næst á Blönduósi
Ákveðið var á fundi í gærkvöldi hjá mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar að halda næsta mót á Blönduósi föstudaginn 27. febrúar nk.
Þá verður keppt í fimmgangi og þarf skráningu að vera lokið á miðnætti þriðjudagsins 24. febrúar. Senda skal skráningu á kolbruni@simnet.is
Smalinn verður föstudaginn 20. mars í Hvammstangahöllinni
Fjórgangur verður föstudaginn 3. apríl í Hvammstangahöllinni