Listi Borgarahreyfingarinnar í Norðvestur kjördæmi
Borgarahreyfingin – þjóðin á þing hefur gengið frá og samþykkt lista framboðsins í Norðvestur kjördæmi.
Í fimm efstu sætum eru
- Gunnar Sigurðsson leikstjóri.
- Lilja Skaftadóttir framkvæmdastjóri.
- Guðmundur Andri Skúlasson rekstrarfræðingur.
- Ingibjörg Snorradóttir Hagalín húsmóðir.
- Þeyr Guðmundsson verkamaður.
Frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar verða á ferð um kjördæmi á næstu dögum og vikum. Ef óskað er eftir þátttöku fulltrúa Borgarahreyfingarinnar á hvers kyns fundum og mannfagnaði vegna kosninganna eru áhugasamir vinsamlegeast beðnir um að hafa samband við Gunnar Sigurðsson, efsta mann listans í síma 897 7694