Maður ársins á Norðurlandi vestra 2011
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.12.2011
kl. 15.32
Eins og undanfarin ár geta íbúar á Norðurlandi vestra kosið mann ársins sem tilnefndir voru af lesendum Feykis og Feykis.is. Fjölmargir fengu tilnefningar og sumir þeirra fleiri en aðrir. Þeir átta sem hér eru nefndir verða í kjöri sem Maður ársins á Norðurlandi vestra 2011.
Vegna veikinda tefst að setja upp kosningakassann fram á morgundaginn en hægt er að smella HÉR til að kjósa fram að þeim tíma.