Mildi að ekki fór verr í þriggja bíla árekstri
Þriggja bíla árekstur varð á Hrútafjarðarhálsi í gær þar sem jepplingi var ekið aftan á mokstursbíl Vegagerðarinnar og skömmu síðar var amerískum pallbíl ekið afran á jepplinginn.
Ökumaður jepplingsins var staddur í mokstursbílnum þegar sá ameríski kom aðvífandi og er það mat manna að það hafi bjargað lífi hans því jepplingurinn fór upp undir mokstursbílinn allt undir miðjan bíl og er hann gjörónýtur.
Slæmt veður er nú á Norðurlandi vestra og færð misgóð. Á vef Vegagerðarinnar segir að vegir á svæðinu séu færir þó er krap og hálka víða en vegurinn milli Blönduóss og Skagastrandar er ófær.