Mottudagurinn er á morgun - er allt klárt?

Upp með sokkana!
Upp með sokkana!

Sjálfur Mottudagurinn er á morgun föstudaginn, 13. mars og hvetur Krabbameinsfélagið alla til að taka þátt, gera sér glaðan dag og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum.

„Mottumarslagið 2020 er frábær hreyfisöngur sem minnir okkur á forvarnargildi þess að hreyfa okkur og leggja áherslu á heilbrigðari lífsstíl. Hvernig væri að koma saman, dansa, syngja og leika eftir hreyfingarnar í laginu? Takið myndir og deilið með myllumerkinu #mottumars og sendið okkur á netfangið mottumars@krabb.is,“ segir á heimasíðu Mottumars.

Eftir að Krabbameinsfélaginu bárust kvartanir um að Mottumarsmottur hefðu eyðilagt fermingarmyndir fjölskyldunnar og jafnvel vakið óþarfa deilur milli hjóna var ákveðið að hætta að hvetja til mottusöfnunar. „En nú geta allir tekið gleði sína á ný og verið með rafrænu mottu,“ segir á síðunni og fólk hvatt til að prófa nýja Mottumarsfilterinn á Instagramsíðu Mottumars en  þar er einnig hægt að deila mottumynd með því að merkja myndina @Mottumars.

„Hvetjum vini, vandamenn og samstarfsfélaga að taka þátt í átakinu og ekki væri verra ef starfsmenn vinnustaða tækju sig saman og efndu til skemmtilegra leikja í tengslum við daginn!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir