Myndað á Selasetri

Mynd: Selasetur.is

Í gær voru þýskir kvikmyndatökumenn frá þýska ríkissjónvarpinu (NDR) á ferðinni á Selasetrinu til að kynna sér starfsemi þess, en auk þess að skoða setrið tóku þeir viðtal við nokkra af starfsmönnum þess og gæddu sér á dýrindis harðfiski frá Bangsa.

 

 

 

 

Að því loknu héldu þeir út á Illugastaði til að skoða selina í návígi. Myndefnið verður notað í heimildaþátt um Ísland sem sýndur verður í þýska sjónvarpinu innan tíðar, en þeir félagar gerðu slíkan þátt fyrir nokkrum árum sem vakti mikla athygli þar úti.

Fleiri fréttir