Myndir frá árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra

Mikið var um að vera á föstudaginn en þá var árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Nemendur grunnskólans sáu um að skemmta áhorfendur með skemmtiatriðum og var mikil á nægja með hvernig til tókst.

Að loknum skemmtiatriðum var svo boðið upp á kaffi í húsnæði skólans á Hvammstanga og hófst þá dansleikur í Félagsheimilinu. Þar sáu plötusnúðar til þess að nemendur og gestir gætu skvett úr klaufunum á dansgólfinu.

Myndasyrpa frá hátíðinni er komin inn á Norðanáttina sem hægt er að skoða HÉR

Fleiri fréttir