Nóg framundan í boltanum

Jæja Hemmi minn alltaf í boltanum
Jæja Hemmi minn alltaf í boltanum

Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að skella sér á völlinn, því framundan eru þrír leikir einn í kvöld og tveir á morgun.

Í kvöld fer fram leikur Tindastóls og Völsungs í 2. deild karla á Sauðárkróksvelli. Leikurinn byrjar klukkan 19:15, Tindastóll situr á botninum með eitt stig þannig að það er mikilvægt að ná stigi úr þessum leik helst þrjú stig annars verður þetta virkilega erfitt fyrir þá að halda sér uppi. Völsungur er hinsvegar í fimmta sæti með þrettán stig og eru aðeins fimm stigum frá toppsætinu.

Annað kvöld fer kvennalið Tindastóls suður og leikur við KR á Meistaravöllum í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta er krefjandi verkefni fyrir Tindastól en þær eru í fjórða sæti með níu stig í Inkasso deildinni. KR er í neðsta sæti Pepsi Max deildinni með fjögur stig en náðu samt í stig á móti sterku Þór/KA liði í síðustu umferð. Leikurinn byrjar klukkan 18:00 og verður leikinn eins og áður segir á Meistaravöllum í Vesturbænum.

Klukkan 19:00 annað kvöld fær Kormákur/Hvöt (K/H) lið Úlfana í heimsókn á Blönduósvelli. (K/H) er í fimmta sæti deildarinnar með ellefu stig en Úlfarnir í því þriðja með tólf stig með sigri (K/H) manna geta þeir komist í þriðja sæti deildarinnar en með tapi þá gætu þeir verið að missa af toppbaráttunni í deildinni.

Feykir hvetur alla til að kíkja á völlinn og styðja við liðin.    

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir