Ný vaðlaug á Hvammstanga
Í síðustu viku var hafist handa við byggingu vaðlaugar við sundlaugina á Hvammstanga. Reynd að smíða ehf. átti lægsta tilboð.
Á Hvammstangablogginu segir að byrjað hafi verið á því að saga úr stéttinni fyrir lögnum og vaðlauginni, og lyfta steypuflekunum út fyrir girðingu en um það verk sáu Ási Ben og Pétur Guðbjörns.
Tvö tilboð bárust í 1. áfanga að byggingunni
Frá Tveimur smiðum ehf. kr. 9.143.217-
Frá Reynd að smíða ehf. kr. 9.125.210-
Kostnaðaráætlun hönnuðar er kr. 6.000.000-
Myndir er hægt að skoða HÉR