Óskað eftir samráði íbúa með útvistarsvæði í Kirkjuhvammi

Yfirlitsmynd af Kirkjuhvammi. Mynd: Hunathing.is.
Yfirlitsmynd af Kirkjuhvammi. Mynd: Hunathing.is.

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 11. janúar sl. var samþykkt að skipa starfshóp um framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðisins í Kirkjuhvammi ofan Hvammstanga sem hefði það hlutverk að koma með tillögur að framtíðarnýtingu svæðisins sem rúmast skuli innan gildandi deiliskipulags.

Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að starfshópnum sé jafnframt gert að koma með tillögu að forgangsröðun verkefna á svæðinu og hefur hann nú óskað eftir víðtæku samráði íbúa til að fá sem flest sjónarmið varðandi íþrótta- og útivistarsvæðið til að móta megi framtíðarsýn sem flestir geti unað vel við.

Íbúum Húnaþings vestra er því boðið að senda inn tillögur í gegnum ábendingarhnapp á forsíðu hunathing.is en opið verður fyrir hugmyndir og ábendingar til 20. mars nk.

Fleiri fréttir