Ræsi verða sett á Heggstaðaveg í stað brúar

Áætlað er að setja tvö ræsi á Heggstaðavegi í stað mjórrar brúar sem þar er í dag en Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir verkið hjá Húnaþingi vestra. Í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs kemur fram að fyrir liggi samþykki bæði Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu á framkvæmdinni ásamt samþykki landeigenda.

„Skipulags- og umhverfisráð telur framkvæmdina falla undir 2. mgr. 5. gr. í reglugerð nr. 772/2012, um óverulega framkvæmd sem fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og sé í samræmi við gildandi Aðalskipulag. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdaleyfið. Ráðið bendir á að farga skal úrgangi á viðeigandi hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir