Selatalningin mikla 25. júlí
Selatalningin mikla verður framkvæmd sunnudaginn 25. júlí næstkomandi og sem áður er treyst á almenning að koma og leggja talningunni lið svo hún geti orðið að veruleika.
Stefnt er að því að telja ríflega 100 km strandlengju meðfram Heggsstaðanesi og Vatnsnesi. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Söndru á tölvupóstfangið sandra@veidimal.is eða í síma 451 2345.
Selasetrið hvetur fólk til að taka daginn frá og njóta skemmtilegrar útivistar í fallegri náttúru.