Sjónvarpsfólk frá Marokkó í Selasetrinu
Síðasta föstudag var sjónvarpsfólk frá marokkóskri sjónvarpsstöð á ferðinni í Selasetrinu á Hvammstanga þar sem þau tóku m.a. viðtal við Hrafnhildi framkvæmdastjóra og skruppu í ferð með selaskoðunarbátnum Brimli. Efnið verður notað í 2 - 3 hluta heimildaþáttaseríu um Ísland sem sýnd verður í Marokkó og víða annarsstaðar í Miðausturlöndum, ásamt því sem nokkur Evrópulönd hafa þegar tryggt sér sýningarrétt á þáttunum. |