Skólabúðirnar að Reykjum í gang
Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði eru að fara í gang eftir jólafrí en þann 5. janúar komu fyrstu hópar ársins. Einhverjir skólar hafa hugleitt að senda ekki krakka í vetur vegna niðurskurðar í skólakerfinu.
Starfsfólk í Skólabúðunum í Reykjaskóla vonar svo sannarlega að ástandið í þjóðfélaginu hafi sem minnstar afleiðingar á komu skólanna í Skólabúðirnar og telja að hafi einhverntíman verið þörf fyrir svona starfsemi eins og skólabúðir eru, þá er það akkúrat núna.