Slökkviliðsmenn deila við sveitarfélag
Slökkviliðsstjóri og slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Húnaþings vestra hafa sent byggðaráði erindi þar sem þeir átelja vinnubrögð sveitastjórnar og óska eftir því að vera þeirra í Landssambandi slökkviliðsmanna verði viðurkennd og gengið verið til samninga um upptöku á kjarasamningi LSS og LN.
Byggðaráð samþykkti á fundi sínum að fela sveitarstjóra og oddvita að ræða við slökkviliðsstjóra og aðstoðarslökkviliðsstjóra um efnisatriði bréfsins. Á sama fundi var lagt fram til kynningar bréf frá Landssambandi Slökkviliðsmanna LSS þar sem greint er frá því að
ágreiningsefni félagsins og Húnaþings vestra um greiðslu stéttarfélagsgjalda hafi af
þeirra hálfu verið vísað til innheimtu lögfræðings. Sveitarstjóri greindi frá því að hann
hafi sent mál þetta til skoðunar lögmanna á kjarasviði Sambands íslenskra
sveitarfélaga.