SSNV heldur ráðstefnu um umhverfismál

Þriðjudaginn 28. maí nk. standa Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir ráðstefnu um umhverfismál á Húnavöllum. Á ráðstefnunni mun Stefán Gíslason kynna fyrstu niðurstöður greiningar á kolefnisspori landshlutans en greiningin er hluti af áhersluverkefni samtakanna fyrir árnin 2018 og 2019. Auk erindis Stefáns verða flutt erindi um heimsmarkmiðin, tengingu heimsmarkmiða inn í stefnumótun sveitarfélaga og landsskipulagsstefnu, matarsóun, reynslusögu fjölskyldu af flokkun og umhverfisvitund ásamt fleiru.

Nánari dagskrá verður send út innan tíðar.

Á vef SSNV segiur að allir séu velkomnir en ráðstefnunni verði einnig streymt í gegnum Facebooksíðu samtakanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir