Svissneskir ferðalangar sátu fastir á Víðidalstunguheiði
Björgunarsveitin Húnar fékk á þriðjudaginn beiðni frá lögreglu um aðstoð á Víðidalstunguheiði en þar höfðu Svissneskir ferðalangar fest bíl sinn um 1 km norðan við Fellaskála.
Á heimasíðu Húna segir að farið var á einum bíl en er á staðinn var komið varð ljóst að fleiri bíla þyrftu í verkefnið. Var því leitað til björgunarsveita á Blönduósi og Skagaströnd sem komu á staðinn og tókst þá að losa bíl ferðalanganna. Engar merkingar eru til staðar sem segir að vegurinn sé ófær en mikilar aurbleytur eru á honum um þessar mundir.