Þjóðbúningamessa á Staðarbakka

Þjóðbúningamessa var haldin á Staðarbakka í gær 17 júní. Messan var jafnframt hestlaus hestamannamessa og er það líklega hestahóstanum að kenna að svo varð.

Sigurbjörg Jóhannesdóttir minntist í ræðu sinni á uppruna dagsins og minningar frá þjóðhátíðartombólu á Hvammstanga.

Eftir messu buðu svo ábúendur upp á þjóðlegar veitingar í sólarblíðunni.

Á meðfylgjandi myndum sjást flestir kirkjugestanna, margir voru í þjóðbúningum, lopapeysan var þó líka áberandi þótt hún næðist ekki á sérstaka mynd.

Flestir náðust á fyrri myndina með fána í baksýn og ef vel er gáð glittir í hestasteininn á sínum stað.

Á seinni myndinni sjást hátíðarbúnir gestir í flottum þjóðbúningum.

Fleiri fréttir