Þjóðhátíðardagskrá á Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
14.06.2021
kl. 10.56
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur með glæsilegum hætti á Hvammstanga á fimmtudaginn. Dagskráin verður fjölbreytt fyrir alla aldurshópa og mun aðal skemmtidagskráin fara fram sunnan við Félagsheimilið þar sem að hátíðarræða og ávarp fjallkonu verður flutt.
Dagskrá á þjóðhátíðardegi á Hvammstanga
13:00 – Þjóðhátíðarmessa í Hvammstangakirkju
14:00 – Skrúðganga hefst frá Hvammstangakirkju
14:30 – Ávarp fjallkonu og hátíðarræða á svölum Félagsheimilisins
15:00 – Skemmtidagskrá sunnan við Félagsheimilið
- 10. bekkur mun vera með sölu á grilluðum pylsum, sælgæti og candyfloss
- Hoppukastalar fyrir unga sem aldna
- Teymt undir börnum á hestum
- Léttar þrautir
- Andlitsmálun
/SMH