Þverárfjallsvegur lokaður

Vetrarfærð er nú í öllum landshlutum en mikið hefur snjóað á Norðurlandi í nótt. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er unnið að hreinsun. Þegar þetta er skrifað, um kl. hálf tíu, hefur Þverárfjallsveginum verið lokað sem og Ólafsfjarðarmúla þar sem er snjóflóðahætta.

Víðast hvar er snjóþekja eða hálka, þungfært í Útblönduhlíð og á Siglufjarðarvegi sunnan Fljóta. Ófært er á Siglufjarðarvegi um Almenninga en mokstur stendur yfir. Hált er á Holtavörðuheiði og skafrenningur.

Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með veðri og færð áður en lagt er í ferðalög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir