Tvö útköll hjá Húnum um helgina
Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var kölluð út í tvö skipti um helgina, það fyrra á laugardag er vegfarandi lenti utanvegar á stórum amerískum fólksbíl við Þóroddsstaði í Hrútafirði. Fjórir félagar fóru á Húna 2 og bíllin spilaður upp og gekk það vel.
Seinna útkallið varð kl 12:40 á sunnudag og kom það gegnum Neyðarlínuna líkt og hið fyrra en Hollendingur á jeppa frá bílaleigu festi sig á veginum við Borgarvirki en hjálpsamur vegfarandi sem átti leið um svæðið var búinn að draga bílinn upp áður en björgunarsveitarmenn komust til hans.