Umferðaröryggismál í Húnaþingi vestra til skoðunar
Á síðasta fundi byggðaráðs Húnaþings vestra greindi sveitarstjóri frá fundi sem hann ásamt oddvita og forstöðumanni tæknideildar áttu nýverið með fulltrúum Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Á þeim fundi var m.a. rætt um tiltekin umferðaröryggismál eins og hraðahindranir á Laugarbakka, göngustíg milli hverfa á Laugarbakka og gatnamót Hringvegar og Reykjaskólavegar.
Á fundinum var jafnframt rætt um nauðsyn aukins viðhalds á tengivegum og héraðsvegum í sveitarfélaginu svo og lagningu bundins slitlags á Vatnsnesveg norðan Hvammstanga. Í kjölfar fundarins hefur Vegagerðin undirbúið framkvæmdir við gerð göngustígs milli hverfa á Laugarbakka og uppsetning hraðahindrana er í skoðun hjá veghönnunardeild Vegagerðarinnar.