Undirbúa heimsiglingu Freyju til Siglufjarðar

Áhöfn Freyju er komin til Hollands og undirbýr heimsiglinguna. Mynd af Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar.
Áhöfn Freyju er komin til Hollands og undirbýr heimsiglinguna. Mynd af Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar.

Varðskipið Freyja er nú komið á flot í litum Landhelgisgæslunnar í Rotterdam en það var tekið upp í slipp fyrr í mánuðinum þar sem það var málað og unnið að minniháttar lagfæringum. Á Facebook-síðu Gæslunnar segir að áhöfn Freyju sé komin til Hollands og undirbýr heimsiglinguna. Eins og fram hefur komið í fréttum mun heimahöfn Freyju verða á Siglufirði og er gert ráð fyrir því að skipið komi til þangað þann 6. nóvember.

„Með tilkomu Freyju í flota Landhelgisgæslunnar mun Landhelgisgæslan hafa á að skipa tveimur afar öflugum varðskipum, sérútbúnum til að sinna löggæslu, leit og björgun á krefjandi hafsvæðum umhverfis Ísland. Varðskipið Freyja er að miklu leyti sambærilegt varðskipinu Þór hvað stærð og aðbúnað varðar en það býr til að mynda yfir mun meiri dráttar- og björgunargetu en Þór. Varðskipið Freyja er 86 metra langt og 20 metra breitt,“ segir í færslu Landhelgisgæslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir