Uppskeruhátíð Þyts og hrossaræktarsamtakanna
S.l. laugardagskvöld var haldin uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Þyts í félagsheimilinu á Hvammstanga. Vel var mætt og var stemningin góð.
Á heimasíðu Þyts segir að Sigrún Kristín Þórðardóttir hafi veitt viðurkenningar fyrir knapa ársins í öllum flokkum.
- Knapi ársins 2010 í barnaflokki er Viktor Jóhannes Kristófersson.
- Knapi ársins í unglingaflokki er Fríða Marý Halldórsdóttir.
- Knapi ársins í ungmennaflokki er Ninni Kullberg.
- Knapi ársins í 2. flokki er Gréta Brimrún Karlsdóttir og
- knapi ársins í 1. flokki er Tryggvi Björnsson.
Jóhann Albertsson veitti viðurkenningar fyrir hönd Hrossaræktarsamtakanna. Veitt eru verðlaun fyrir 3 hæst dæmdu kynbótahross í öllum flokkum, ræktunarbú ársins og hæst dæmda hryssan og hæst dæmdi stóðhesturinn á árinu fengu farandbikara. En hæst dæmda hryssan var Skinna frá Grafarkoti með aðaleink. 8,28 og hæst dæmdi stóðhesturinn var Sikill frá Sigmundarstöðum með aðaleink 8,30. Ræktunarbú ársins 2010 er Grafarkot.
- Hryssur 4 vetra:
- 1. Sýn frá Grafarkoti, aðaleink. 8,12 Sýn er hæst dæmda hryssan á landinu á árinu 2010
- 2. Sæla frá Þóreyjarnúpi, aðaleink. 8,07
- 3. Unun frá Vatnshömrum, aðaleink. 7,93
- Hryssur 5. vetra:
- 1. Birta frá Sauðadalsá, aðaleink. 8,16
- 2. Kara frá Grafarkoti, aðaleink. 8,06
- 3. Bylting frá Bessastöðum, aðaleink. 8,00
- Hryssur 6. vetra:
- 1. Brimkló frá Efri-Fitjum, aðaleink. 8,15
- 2. Fregn frá Vatnshömrum, aðaleink. 8,09
- 3. Hugsýn frá Þóreyjarnúpi, aðaleink. 8,07
- Hryssur 7. vetra og eldri:
- 1. Skinna frá Grafarkoti, aðaleink. 8,28
- 2. Brimrún frá Efri-Fitjum, aðaleink. 8,17
- 3. Valadís frá Síðu, aðaleink. 8,03
- Stóðhestar 4. vetra:
- 1. Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá, aðaleink. 8,11
- 2. Eitill frá Stóru-Ásgeirsá, aðaleink. 7,91
- 3. Lykill frá Syðri-Völlum, aðaleink. 7,78
- Stóðhestar 5. vetra
- 1. Rammur frá Höfðabakka, aðaleink. 7,87
- Stóðhestar 6. vetra
- 1. Friður frá Miðhópi, aðaleink. 8,21
- 2. Kaleikur frá Grafarkoti, aðaleink. 8,03
- 3. Erfingi frá Grafarkoti, aðaleink. 7,92
- Stóðhestar 7. vetra og eldri
- 1. Sikill frá Sigmundarstöðum, aðaleink. 8,30
- 2. Hugleikur frá Galtanesi, aðaleink. 8,19
- 3. Ábóti frá Síðu, aðaleink. 7,91
- Hryssur með afkvæmum
- 1. Venus frá Sigmundarstöðum með 114 stig í kynbótamati
- 2. Brá frá Sigmundarstöðum með 114 stig í kynbótamati
Eftir allar verðlaunaafhendingar voru skemmtiatriði þar sem skemmtinefnd Þyts fór á kostum og Geirmundur Valtýsson hélt uppi fjörinu fram á nótt. Veislustjóri kvöldsins var Elísa Ýr og um matinn sá Þórhallur Magnús Sverrisbörn
Myndir af hátíðinni má nálgast HÉR