Veður og færð gæti versnar í dag

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Strandir og Norðurland vestra, Suðausturland og Miðhálendi en búist er við austan hvassviðri eða stormi upp úr hádegi og fram að miðnætti í dag. Austan 15-25 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll og þar má búast við allt að 40 m/s í vindhviðum. Skafrenningur og varasöm akstursskilyrði.

Vetrarfærð er í öllum landshlutum og gott að afla sér upplýsinga áður en haldið er af stað í langferð en upplýsingasíminn fyrir færð og aðstæður á vegum er 1777, og opinn milli kl. 06:30 – 22:00.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en þæfingur frá Ketilás í Siglufjörð. Á Öxnadalsheiði verða 17-20 m/s og blint um miðjan daginn, en skánar heldur með kvöldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir