Vel sóttur stofnfundur Pírata í Norðvesturkjördæmi

Stofnfundur PíNK - Pírata í Norðvesturkjördæmi var haldinn á veitingastaðnum Grand-Inn á Sauðárkróki sl. laugardag og var fundurinn vel sóttur eftir því sem kemur fram á heimasíðu Pírata. Ljóst þykir að mikill áhugi er á starfi og stefnu Pírata sem fara vaxandi í kjördæminu. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata stýrði fundi og eftir formlega stofnun var ráðist í kosningar.

Fyrsta stjórn Pírata í Norðvesturkjördæmi. Mynd: piratar.is

Fyrsta stjórn Pírata í Norðvesturkjördæmi. Mynd: piratar.is

Í fyrstu stjórn félagsins skipa:
Sunna Einarsdóttir – formaður
Pétur Óli Þorvaldsson – gjaldkeri
Jónas Lövdal
Jóhann Hjörtur Stefánssons Bruhn
Magnús Kr Guðmundsson
Aðalheiður Alenu Jóhannsdóttir 

Að stjórnarkjöri loknu skiptist fólk í líflega umræðuhópa þar sem fjallað var um heilbrigðiskerfið, frelsi til búsetu, undirstöður atvinnuvegar og innviðaöryggi. Þá tóku ræðumenn kvöldsins við en það voru þau Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Eva Pandora Baldursdóttir fyrrv. þingmaður Pírata.

Eva Pandora sagði frá sínum fyrstu skrefum hjá Pírötum en hún bauð sig fram í prófkjöri í Norðvesturkjördæmi árið 2016 og fór inn á þing fyrir Pírata sama ár. 

 

Björn Leví fjallaði í ræðu sinni um hugmyndafræðilegan bakgrunn Píratahreyfingarinnar og skaðsemi þess valdaójafnvægis sem Píratar berjast gegn. Hann kynnti líka grunnstefnu Pírata og hvernig stefna Pírata um opið aðgengi í FabLab, í auðlindir, í hugbúnað, í stjórnsýsluna, í vísindin, í menntun og heilbrigði getur komið í veg fyrir fyrirsjáanlega valdsöfnun í krafti sjálfvirknivæðingar.

Eftir fund var fyrsti, óformlegi, stjórnarfundur PíNK boðaður þar sem stjórn skipti með sér verkum og hófst handa við að leggja grunn að því mikla og góða starfi sem framundan er hjá félaginu.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir