Vetur á næsta leiti

Fyrstu snjókornin féllu í nótt þótt ekki væri um neitt stórviðri að ræða og ekki dró í neina skafla. Veðurspáin gerir ráð fyrir  norðaustan 8-15 m/s og él, hvassast á annesjum, en lægir í nótt og léttir til. Hæg norðanátt og skýjað á morgun. Hiti 1 til 5 stig, en kringum frostmark í nótt.

Á fimmtudag:

Norðvestan 8-15 m/s austanlands, en annars mun hægari. Él norðan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Frostlaust sunnan- og vestanlands að deginum, en annars vægt frost.

Á föstudag:

Gengur í norðan 10-15 m/s með slyddu eða snjókomu á norðanverðu landinu, en hægara og víða bjart fyrir sunnan. Hiti nálægt frostmarki.

Tími til kominn að finna prjónabrókina.

Fleiri fréttir