Húnaþing vestra þátttakandi í verkefninu Gott að eldast
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
11.10.2023
kl. 11.00
Á heimasíðu Húnaþings vestra er skýrt frá því með gleði að umsókn þeirra um að vera þátttakandi í þróunarverkefninu Gott að eldast hafi hlotið brautargeng. Verkefnið gengur út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið auglýstu í sumar eftir slíku samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir. Áhugi fyrir þátttöku var mikill og hvorki fleiri né færri en 19 umsóknir bárust en sex urðu fyrir valinu. Alls taka 22 sveitarfélög þátt í verkefninu með sex heilbrigðisstofnunum en umsókn Húnaþings vestra var í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Meira