Sveitarfélagið Skagaströnd eitt af "Sveitarfélögum ársins" 2023
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.10.2023
kl. 11.30
Nú á dögunum voru kynntar niðurstöður úr könnun sem Gallup gerði meðal félagsfólks tíu bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB. Þátttakendur voru talsvert fleiri en í fyrra og var mikill meðbyr með könnuninni í ár og nú er hægt að bera saman niðurstöður tveggja ára því þetta er í annað sinn sem þessi könnun er gerð. Sveitarfélagið Skagaströnd var eina sveitarfélagið á Norðurlandi vestra sem var gjaldgengt í þessa könnun og endaði í sjöunda sæti í fyrra en í því fjórða í ár.
Meira