Vegagerðin skerðir úthlutun til styrkvega í Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
26.06.2023
kl. 22.43
Húnahornið segir frá því að Vegagerðin hefur úthlutað Húnaþingi vestra tveimur milljónum króna vegna styrkvega í sveitarfélaginu. Um er að ræða 60% lægri fjárhæð en úthlutað var í fyrra og telur Landbúnaðarráð Húnaþings vestra skerðinguna óeðlilega í ljósi umfangs styrkvega í sveitarfélaginu. Fyrir liggur að framlag ríkisins til styrkvega árið 2023 lækkar um 33% frá síðustu úthlutun.
Meira