V-Húnavatnssýsla

Vegagerðin skerðir úthlutun til styrkvega í Húnaþingi vestra

Húnahornið segir frá því að Vegagerðin hefur úthlutað Húnaþingi vestra tveimur milljónum króna vegna styrkvega í sveitarfélaginu. Um er að ræða 60% lægri fjárhæð en úthlutað var í fyrra og telur Landbúnaðarráð Húnaþings vestra skerðinguna óeðlilega í ljósi umfangs styrkvega í sveitarfélaginu. Fyrir liggur að framlag ríkisins til styrkvega árið 2023 lækkar um 33% frá síðustu úthlutun.
Meira

Frábært ÓB-mót í brakandi blíðu á Króknum

Þá er ÓB-móti Tindastóls sem fram fór á Sauðárkróki nú um helgina lokið. Að sögn mótsstjóra, Lee Ann Maginnis, voru um 550 keppendur á mótinu sem er skemmtileg tala á Króknum. Það voru því rétt tæplega 100 lið mætt til leiks og að þessu sinni lék veðrið heldur betur við keppendur og fylgisfólk, hlýtt og stillt og Skagafjörðurinn bauð upp á skrautsýningu í nótt sem verður eflaust mörgum minnisstæð.
Meira

Húnvetningar í toppmálum

Keppni í 3. deild karla í knattspyrnu er geysi jöfn og skemmtileg en fimm lið eru í einum haug á toppi deildarinnar og þar á meðal lið Kormáks/Hvatar sem situr, þegar þetta er skrifað, á toppi deildinnar með 17 stig eftir níu umferðir. Húnvetningar gætu þó þurft að gefa toppsætið eftir síðar í dag þegar þrír síðustu leikir umferðarinnar verða spilaðir. Í gær sótti Kormákur/Hvöt heim þáverandi topplið deildarinnar, Árbæ, og gerði sér lítið fyrir og sigraði 1-3 þar sem Benni fór á kostum og gerði öll mörk gestanna.
Meira

Steinrunninn trjábolur á Vatnsdalsfjalli - Milljóna ára gamall með yfir 200 árhringi

Það má velta fyrir sér nú, þegar umræða um hækkandi hitastig heimsins er fyrirferðamikil, hvort, og þá hvernig, verði umhorfs á Íslandi eftir einhverja mannsaldra. Ljóst er að loftslag hefur verið heittemprað á landinu fyrir milljónum ára þar sem gróðurmenjar hafa fundist hér á landi sem innihalda leifar heittempraðs skógs, lauf- og barrtrjáa.
Meira

Verum forvitin, ekki dómhörð

Bandaríska skáldið Walter „Walt“ Whitman frá Long Island lét einhvern tíman hafa eftir sér að við ættum að vera verum forvitin, ekki dómhörð (e. be curious, not judgemental). Þar hvetur hann til opinnar og gagnrýnislausrar nálgunar til að skilja aðra og heiminn í kringum okkur.
Meira

Aldrei áður hafa jafnmargir brautskráðst í einu frá HÍ

Alls munu 2.832 kandídatar brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands á morgun, laugardaginn 24. júní, og hefur skólinn aldrei áður brautskráð jafnmarga í einu. Brautskráningarathafnir verða tvær og fara fram í Laugardalshöll og bein útsending verður frá báðum athöfnum fyrir áhugasama.
Meira

Kynningarfundur um hlutdeildarlán fyrir fyrstu kaupendur

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun boðar til kynningarfundar í dag, föstudag, kl. 10, þar sem kynnt verða hlutdeildarlán sem HMS veitir fyrir fyrstu kaupendur. Hægt verður að fylgjast með fundinum á beinu streymi.
Meira

Vel heppnaður þjóðhátíðardagur í Húnaþingi vestra

Það var hátíðardagskrá í Húnaþingi vestra í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní. Dagskráin hófst með hátíðarmessu í Hvammstangakirkju kl. 13, þá var skrúðganga frá kirkjunni að félagsheimilinu þar sem við tók hátíðardagskrá og samverustund.
Meira

Ísland, best í heimi :: Leiðari Feykis

Nú er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga nýliðinn en stofnun lýðveldis 17. júní árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Þetta sjálfstæði, sem við nú varðveitum, fékkst ekki bara af því bara, og okkur ber að gæta þess í hvívetna, menningu okkar og tungu. Þó að það virðist langt síðan sá atburður átti sér stað eru enn um fimmtán þúsund manns sem byggja landið, sem annað hvort fæddust á því ári eða fyrr. Um síðustu áramót voru 1.857 sem fæddust 1944 og eru því 79 ára á þessu ári.
Meira

Tæpum 1,1 milljarði kr. úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi úthlutað tæpum 1,1 milljarði króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra en hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Norðurland vestra frítt við framlag úr sjóðnum.
Meira