V-Húnavatnssýsla

Dreymir um gervigrasvöll í Húnabyggð :: Lee Ann í mörgum verkefnum fyrir Hvöt

Lee Ann Maginnis var á dögunum ráðin verkefnastjóri í afmörkuð verkefni af aðalstjórn Ungmennafélagsins Hvatar á Blönduósi samfara því að hafa einnig verið ráðin framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Hvatar. Mörg spennandi verkefni sem þarf að sinna.
Meira

Söngstund í fjárhúsum :: Sönghópurinn Veirurnar heimsækir Norðlendinga

Í haustlitunum bjóða bændur í Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, í Þingeyjarsveit, og Sönghópurinn Veirurnar upp á „Söngstund í fjárhúsum“ föstudaginn 21. og laugardaginn 22. október. Frítt er inn á meðan húsrúm leyfir.
Meira

Um Riishús á Borðeyri, endurbyggingu þess, sögu og starfsemi :: Áskorandapenninn Kristín Árnadóttir

Þegar þessi orð eru skrifuð skartar Hrútafjörðurinn sínu fegursta, spegilsléttur og bjartur og húsin á tanganum kúra í sólskininu, flest frá fyrri hluta síðustu aldar. Eitt þeirra sker sig þó úr; elsta húsið við Húnaflóa og jafnframt með þeim fallegri; Riishúsið á Borðeyri, byggt 1862.
Meira

Norðan hvassviðri og rigning eða slydda á morgun

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs sem tekur til Vestfjarða, Stranda og alls Norðurlands en búist er við hvassri norðanátt með ofankomu á morgun sem stendur í sólarhring. „Norðan og norðaustan 13-20 m/s með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, en snjókomu á heiðum. Erfið akstursskilyrði vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju, sérílagi á fjallvegum. Fólki er bent á að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er af stað og fylgjast með veðri og veðurspám,“ segir á heimasíðu stofunnar.
Meira

Viltu vinna miða á heiðurstónleika Helenu Eyjólfs?

Tónleikar til heiðurs einnar ástsælustu söngkonu þjóðarinnar, Helenu Eyjólfsdóttur, verða haldnir föstudaginn 21. október í Hofi á Akureyri og laugardaginn 29. október í Salnum Kópavogi. Heppnir lesendur Feykis geta unnið miða.
Meira

Hátt í 20 þúsund gestir hafa heimsótt Selasetrið í ár

Selasetur Íslands hefur verið starfrækt á Hvammstanga í 16 ár en hefur nú haft aðstöðu í gamla gærukjallaranum að Strandgötu 1 í ein tíu ár. Í frétt á vef setursins kemur fram að aðsókn að setrinu hafi verið mjög góð það sem af er ári en yfir 19 þúsund gestir hafa heimsótt það.
Meira

Píratar vilja lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu um að Alþingi lýsi formlega yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og feli ríkisstjórninni að haga áætlanagerð sinni og aðgerðum í samræmi við það.
Meira

Brautskráning frá Háskólanum á Hólum

Síðastliðinn föstudag var brautskráningarathöfn við Háskólann á Hólum og var hún haldin í húsakynnum Sögusetursíslenska hestsins. Ellefu nemendur brautskráðust að þessu sinni; fimm frá Ferðamáladeild, sömuleiðis fimm frá Fiskeldis og fiskalíffræðideild og loks brautskráðist einn nemandi frá Hestafræðideild.
Meira

Sigurður Bjarni formaður nýrrar stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra

Ný stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra, sem skipuð var í kjölfar veitarstjórnarkosninganna í vor, hélt sinn fyrsta fund í byrjun október. Stjórnin er skipuð fulltrúum þeirra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem aðild eiga að Náttúrustofunni en það eru Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnaþing Vestra.
Meira

Efling félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins

Strandveiðifélag Íslands styður fyllilega við tillögu til þingsályktunar um sem lögð var fram af Bjarna Jónssyni (flm), ásamt meðflutningsmönnunum Steinunni Þóru Árnadóttur, Jódísi Skúladóttur, Orra Páli Jóhannssyni og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þann 15. sept. sl.
Meira