feykir.is
Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
17.09.2022
kl. 08.03
Í nútímasamfélögum lifir fólk lengur á meðan hlutfall fæðinga minnkar. Það felur í sér alls konar áskoranir fyrir stjórnvöld, heilbrigðisþjónustuna og samfélagið. Að viðhalda og bæta heilsu og færni fólks á öllum æviskeiðum hefur fjölþætt gildi fyrir ríki, sveitarfélög, einstaklinga og aðra hagsmunaaðila. Til þess að viðhalda heilsu íbúa verða stjórnvöld og samfélög að velja hagkvæmar leiðir, eins og markvisst lýðheilsustarf, sem byggir á bestu þekkingu á hverjum tíma. Lýðheilsa felur í sér markvissar aðgerðir hins opinbera og annarra sem miða að því að bæta heilsu, líðan og lífsgæði þjóða og þjóðfélagshópa (WHO, 1998).
Meira