Flutningaskipið Wilson Skaw strand á Húnaflóa
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
18.04.2023
kl. 16.34
Flutningaskip Wilson Skaw strandaði við Ennishöfða á Húnaflóa í dag. Fram kemur í frétt á mbl.is að skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur þegar það strandaði, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Fara þarf fyrir Ennishöfða þegar siglt er inn á Steingrímsfjörð frá Hvammstanga. Skipið er um 4.000 brúttótonn að þyngd og um 113 metra langt.
Meira
