V-Húnavatnssýsla

Það verður skíðað í Stólnum um helgina

Snjókoma í byrjun október varð til þess að skíðavinir gerðu sér vonir um góðan skíðavetur í Tindastólnum. Skíðagöngufólk spratt úr spori og opnað var í lyftur fyrir æfingahópa í október en síðan gufaði snjórinn upp og varla hægt að segja að krítað hafi í fjöll fram að jólum. Það hafa því verið rólegheit á skíðasvæðum landsmanna en nú horfir betur til skíðatíðar og stefnt er á að opna í Stólnum um helgina, í það minnsta á meðan veður leyfir.
Meira

Opið hús á mánudag í ráðhúsi Húnaþings vestra vegna auglýstra skipulagsbreytinga

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 8. desember 2022 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingar innan þéttbýlis á Hvammstanga í aðalskipulagi 2014-2026. Mánudaginn 9. janúar 2023, frá kl. 10:00-12:00, verður opið hús í ráðhúsi Húnaþings vestra, þar sem fólki gefst kostur á að koma og kynna sér umræddar breytingar.
Meira

Þekktur heimildaljósmyndari í Bjarmanesi á laugardag

Ljósmyndarinn og fyrirlesarinn Esther Horvath sýnir og segir frá störfum sínum á norðurslóðum nk. laugardag í Bjarmanesi, menningar-og samveruhúsi á Skagaströnd. Atburðurinn hefst kl. 15:00, allir velkomnir og heitt verður á könnunni.
Meira

Lilja lenti Boeing 767 á JFK í flughermi

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti þjálfunarsetur Icelandair sem staðsett er að Flugvöllum í Hafnarfirði og fundaði með forstjóra og framkvæmdarstjórum félagsins. Prófaði hún meðal annars flughermi í setrinu er hún lenti Boeing 767-300 vél á JFK flugvelli í New York.
Meira

Húnaþing vestra og Samtökin '78 gera samstarfssamning

Húnaþing vestra og Samtökin '78 hafa gert með sér samstarfssamning um reglubundna fræðslu samtakanna um hinsegin málefni fyrir starfsfólk grunnskóla, leikskóla og félagsmiðstöðvar, nemenda grunnskóla og til stjórnenda sveitarfélagsins til næstu þriggja ára. Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að samningurinn beri með sér afar umfangsmikla fræðslu til starfsfólks og barna og ungmenna í sveitarfélaginu.
Meira

Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir valin Maður ársins af lesendum Feykis

„Eftir að hafa upplifað mikla útskúfun í samfélaginu tók Tanja völdin í eigin hendur og hélt fyrstu Druslugönguna sem haldin hefur verið á Sauðárkróki við góðar undirtektir. Tanja er í Öfgum sem er femínista hópur sem berst gegn kynbundnu ofbeldi og styður við þolendur kynferðisofbeldis. Hún tók þátt í að skrifa skuggaskýrslu um kvennasáttmálann og ávarpaði þing Sameinuðu þjóðanna,“ segir í tilnefningu Tönju en hún fékk flest atkvæði þeirra sem tilnefnd voru til Manns ársins 2022 á Feykir.is.
Meira

Byggðakvóti eykst á Norðurlandi vestra um 66 tonn

Matvælaráðuneytið hefur gefið út hver byggðakvótinn verður á fiskveiðiárinu 2022-2023 en úthlutað er til 51 byggðalags í 29 sveitarfélögum. Á Norðurlandi vestra eykst kvóti milli ára um 66 tonn en í heildina eykst úthlutun um 262 tonn milli ára á landinu öllu.
Meira

Elísa Bríet og Katla Guðný æfa með U15

30 manna leikmannahópur hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum U15 ára landsliðs kvenna. Tvær Tindastólsstúlkur komust í gegnum nálaraugað en þær Katla Guðný Magnúsdóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir hafa verið kallaðar til æfinga dagana 11.-13. janúar.
Meira

Ismael Sidibé genginn í raðir Kormáks Hvatar

„Kormákur Hvöt hefur gengið frá samningum við fílbeinska/spánska sóknarmanninn Ismael Sidibé og mun hann leika í bleiku á komandi keppnistímabili,“ segir í tilkynningu á aðdáendasíða Kormáks í fótboltanum. Ismael hefur áður leikið í 3. deild á Íslandi, árið 2021 þegar hann kom á miðju sumri til Einherja á Vopnafirði og skoraði 10 mörk í 13 leikjum - þar af tvær þrennur.
Meira

Væri til í að brenna í burtu besserwissera viðhorf Íslendinga

Það er söngdívan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, frá Dæli í Vestur-Húnavatnssýslu, sem heldur áfram að svara ársuppgjöri Feykis. Hún segir m.a. að fyrir sig persónulega hafi móttökur við litla skólanum hennar, Starcodes Academy slegið flest annað út á árinu 2022.
Meira