V-Húnavatnssýsla

Forseti kosinn til forystu :: Leiðari Feykis

Samkvæmt dagskrá lýkur 45. þingi ASÍ í dag eftir kosningar um forseta. Eins og allir vita sem eitthvað fylgjast með fréttum hefur gustað um verkalýðshreyfinguna síðustu misseri og sagði Drífa Snædal af sér embætti forseta sambandsins í ágúst sl. enda átök innan þess verið óbærileg að hennar mati og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
Meira

Íslenskur landbúnaður í Höllinni um helgina

Sýningin Íslenskur landbúnaður 2022 verður haldin í Laugardalshöllinni 14. til 16. október næstkomandi. Sýningin er beint framhald af samnefndri sýningu sem haldin var haustið 2018 en sú sýning var einstaklega vel sótt og engin ástæða til annars en að ætla að svo verði á ný að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra Íslensks landbúnaðar 2022.
Meira

Yngri flokkar Tindastóls sigursælir um helgina

Það voru margir leikir spilaðir um helgina hjá barna og unglingastarfi Körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Tveir hópar MB10, stelpu og stráka, fóru á fjölliðamót, sameiginlegt lið Tindastóls/Kormáks í 9 fl. kvenna spilaði við Keflavík, 11. flokkur karla spilaði við Njarðvík og Ungmennaflokkur karla spilaði við Hraunamenn/Laugdæli og fóru allir leikirnir fram á laugardaginn.
Meira

Réttindagæsla barna

Embætti umboðsmanns barna hefur nú hafið tilraunaverkefni til tveggja ára, um réttindagæslu barna, en um er að ræða aðgerð sem kveðið er á um í aðgerðaáætlun stjórnvalda um innleiðingu Barnasáttmálans.
Meira

Meintur Skagfirðingur vann skemmdarverk á sendibúnaði FM Trölla

Undanfarnar vikur og mánuði hafa útsendingar FM Trölla í Skagafirði legið niðri vegna bilunar og segir á heimasíðu Trölla að í fyrstu hafi verið talið að ástæðan væri breytingar á netsambandi í húsnæðinu sem hýsir sendibúnað FM Trölla í Skagafirði. Voru menn búnir að skoða ýmislegt, spá og spekúlera en allt kom fyrir ekki.
Meira

Opnir dagar í TextílLab á Blönduósi um mhelgina

Opnir dagar verða í TextílLab Textílmiðstöðvarinnar á Þverbrautinni á Blönduósi 15.-16. október nk. Allir eru velkomnir en auk metnaðarfullrar dagskrár verður boðið upp á kaffi og pönnukökur!
Meira

Viðarsson frá Hofi valinn besti hrúturinn

Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hélt í gær lambhrútasýningu í Hvammi í Vatnsdal. Góð mæting var á viðburðinn, bæði af fólki og fénaði. Í flokki mislitra stóð efstur Grettissonur frá Akri. Í flokki kollóttra stóð efstur Fálkasonur frá Kornsá. Í flokki hyrntra stóð efstur Viðarssonur frá Hofi, og var hann jafnframt valinn besti hrútur sýningarinnar.
Meira

Norðan stormur og talverð slydda eða snjókoma – Minnir á desemberhvellinn 2019

Það er skammt stórra högga á milli hjá lægðum haustsins en spáð er miklum norðanhvelli snemma á sunnudagsmorgun svo allir landshlutar eru ýmist litaðir gulum eða appelsínugulum viðvörunum en allt frá Ströndum að Glettingi á Austurlandi, ásamt miðhálendi er appelsínugult ástand, annað gult. Á Ströndum og Norðurlandi vestra tekur viðvörunin gildi kl 8 á sunnudagsmorgun og linnir ekki fyrr en upp úr klukkan tvö aðfararnótt mánudags.
Meira

Hrefna ráðin sviðstjóri skógarþjónustu

Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur á Silfrastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, hefur verið ráðin í stöðu sviðstjóra skógarþjónustu hjá Skógræktinni. Tekur hún við stöðunni 1. desember. Á heimasíðu Skógræktarinnar kemur fram að tíu umsóknir hafi borist í starfið, sem auglýst var í liðnum mánuði.
Meira

Hvorki frumleg né óumdeilanleg hugmynd að nýrri hugsun, segir Haraldur Benediktsson um nýja nálgun í vegagerð

Fundur um nýja nálgun í vegagerð var haldinn á Hvammstanga sl. þriðjudagskvöld en þar kynnti Haraldur Benediktsson, alþingismaður, tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes. Auk erindis Haraldar, fjallaði Gísli Gíslason, nýsköpunarsetrinu Breið á Akranesi og fv. stjórnarformaður Spalar, um samstarf um samgönguframkvæmdir.
Meira