V-Húnavatnssýsla

Mikil og góð stemning á lokatónleikum Sóldísar

Kvennakórinn Sóldís bauð upp á skínandi góða Júróvisjónupphitun sl. laugardagskvöld í Höfðaborg á Hofsósi með söngprógrammi sínu sem einnig setti endapunktinn á vetrarstarfið. Kórinn hafði haldið fimm tónleika fyrir þetta kvöld bæði innan héraðs og utan.
Meira

Samstaða býður til kaffisamsætis í tilefni 1. maí

Dagur verkalýðsins er í dag 1. maí og er haldinn hátíðlegur víða á jarðarkringlunni. Í ár eru 100 ár frá því að íslenskt launafólk fagnaði 1. maí og hvetur Alþýðusamband Íslands, á Facebooksíðu sinni, fólk að sameinast um að standa vörð um unna sigra og halda baráttunni ótrauð áfram. Réttlæti - jöfnuður – velferð, er yfirskrift 1. maí hátíðarhaldanna í ár.
Meira

Það er bara þannig dagur í Skagafirði í dag

Það er standandi partý í Skagafirði í dag; söngur, sport og gleði. Undanfarin Sæluvikunnar býður oft upp á mesta fjörið og það lýtur flest út fyrir að svo verði núna. Þó margt sé í boði í dag þá bíða snnilega flestir spenntir eftir körfuboltaleiknum í kvöld en Tindastóll og Njarðvík eiga við í fjórða leiknum í einvígi liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Ekkert er mikilvægara en körfubolti á þessum árstíma – það er bara þannig í Skagafirði.
Meira

Védís Huld Sigurðardóttir sigurvegari Meistaradeildar KS 2023

„Frábæru tímabili Meistaradeildar KS er nú lokið og hefur keppnin verið æsispennandi nú í vetur og var ekki neitt öðruvísi uppi á teningnum í kvöld,“ segir í tilkynningu deildarinnar en lokakeppni fór fram í gærkvöldi þegar keppt var í tölti og skeiði. Védís Huld Sigurðardóttir kom sá og sigraði en hún reið til úrslita í öllum greinum vetrarins og var krýnd sigurvegari Meistaradeildar KS 2023.
Meira

Kápa Íslands :: Áskorandapenninn Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir Hvammstanga

Það er fallegt að horfa út á Miðfjörðinn á svona degi, sólin að kíkja fyrir hornið og loforð um fallegt gluggaveður í dag. Maður drekkur í sig orkuna, sest svo niður til að rita smá pistil í Feyki.
Meira

Matvælaráðherra kynnir breytta nálgun við útrýmingu riðu

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur fallist á tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki. Tillagan hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en hún felst í því að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjárstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjórnarráðsins.
Meira

Áfall í kjölfar riðu - Halla Signý skrifar

Áfallið þegar riðusmit kemur upp í fjárstofni getur verið verulegt og afleiðingarnar af riðusmiti geta verið mjög miklar og erfiðar fyrir bændur. Við sem stöndum hjá sýnum samkennd en getum lítið gert í þessum aðstæðum. Þær reglur og aðferðir sem nú eru í gildi þegar riðuveiki greinist í sauðkind miða að því að aflífa allan fjárstofninn á bænum. Verkferlar MAST snúa að því að greina sjúkdóminn og með staðfestu smiti þarf að aflífa stofninn, ráðast í smitrakningu og hefja hreinsunaraðgerðir á bænum sem tekur nokkurn tíma.
Meira

Gleðilegt sumar! – Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er skrifaður, á sumardeginum fyrsta, er 24 stiga hiti úti og að mestu heiðskýrt. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hlýindum og jafnvel að hitastigið muni stíga frekar upp. Hér er gróður vel á veg kominn í görðum og torgum enda vökvaðir reglulega. Helst til þurrt fyrir úthagagróður og hagi er enginn. Mannlífið er gott, fólk spókar sig á stuttbuxunum dag hvern og lætur sér líða vel og hótel og matsölustaðir eru við hvert fótmál.
Meira

Hestadagar í Skagafirði hefjast á morgun - UPPFÆRT

Á morgun, föstudagskvöldið 28. apríl, fer fram lokakvöld Meistaradeildar KS í hestaíþróttum þar sem keppt verður í tölti og skeiði. Þá kemur í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar eftir spennandi Meistaradeildarkeppni í vetur. Þá verða kennslusýningar á laugardaginn og veislan verður svo toppuð með stórsýningunni Tekið til kostanna.
Meira

Yfirleitt mjög góð stemning fyrir keppni í Skólahreysti

Skólahreysti fer af stað í dag en þá mætast fulltrúar skólanna á Norðurlandi í mikilli keppni í íþróttahöllinni á Akureyri. Fulltrúar grunnskólanna á Norðurlandi vestra hafa staðið sig með miklum sóma í gegnum tíðina og þeir munu væntanlega ekki gefa þumlung eftir í dag. Keppnin hefst kl. 17 og hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu í Sjónvarpi allra landsmanna. Grunnskólinn austan Vatna lætur ekki sitt eftir liggja og Feykir sendi nokkrar spurningar á Jóhann Bjarnason skólastjóra.
Meira