Snyrtistofan Blær hefur opnað á Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
26.04.2023
kl. 13.27
Snyrti- og förðunarfræðingurinn Rakel Sunna Pétursdóttir hefur opnað snyrtistofuna Blæ á Hvammstanga. Þar mun hún bjóða upp á allar helstu snyrtimeðferðir; andlitsmeðferðir, litun og plokkun/vax, vaxmeðferðir, handsnyrtingu og fótsnyrtingu og nudd. Rakel Sunna hóf starfsemi þann 11. apríl og segir viðtökurnar hafa verið góðar.
Meira
