V-Húnavatnssýsla

Gleðileg jól

Feykir óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með kærri þökk fyrir samskiptin á árinu sem senn er á enda.
Meira

Vill skella rauðum viðvörunum á brennuna

Þá er komið að því að fá nokkra útvalda aðila til að skila inn ársuppgjörinu. Það er Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri á Skagaströnd, sem ríður á vaðið en hún tók við sem sveitarstjóri fyrir fjórum árum og endurnýjaði ráðningarsamninginn í sumar að loknum sveitarstjórnarkosningum.
Meira

Jólin geta verið allskonar :: Áskorandapenninn Ingimar Sigurðsson

Það eru margar hliðar á jólahátíðinni og snúa þær mismunandi að fólki eftir aðstæðum hvers og eins. Ég tel mig vera í þeim hópi sem er svo heppinn að hafa getað notið þeirra í faðmi fjölskyldu og vina. Ekki yfirdrifið jólastress en samt ákveðinn fiðringur sem fylgir undirbúningi þeirra. Hafandi tekið þátt í jólahátíðinni í rúmlega hálfa öld ætti ég að vera kominn með einhverja reynslu.
Meira

Vinir Ferguson og Vestfjarða. Á traktorum gegn einelti. Dagbók hringfara. Sögur af sögum, fólki og stöðum

Öll eigum við okkur drauma. Að láta drauma sína rætast er ákveðin lífsfylling, gleði yfir því að væntingar hafa verið uppfylltar. Að æskudraumur rætist er ekki sjálfgefið. Þeir eru oftar en ekki óraunhæfir og barnalegir, sérstaklega eftir því sem árin líða. Með hringferð okkar félaga árið 2015 um landið og svo að hafa farið Vestfjarðaleiðina árið 2022 höfum við náð því endanlega að láta draum okkar frá æsku rætast, það er að keyra Massey Ferguson, 35X árgerð 1963 hring í kringum um allt landið.
Meira

Hámarksútsvar hækkar, tekjuskattur lækkar

Aukafundur sveitarstjórnar Skagafjarðar var haldinn í morgun þar sem útsvarshlutfall í Skagafirði árið 2023 verður tekið til endurskoðunar. Breytingar hafa verið boðaðar á tekjuskatti einstaklinga og útsvarsprósentum sveitarfélaga um áramótin í kjölfar þriðja samkomulags ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk.
Meira

Jólakveðja frá Textílmiðstöð Íslands 2022

Nú þegar jól og áramót nálgast er gott að líta til baka og skoða það sem hefur gerst hjá okkur í Textílmiðstöð Íslands. Heimurinn hefur opnast aftur og við og samstarfsaðilar okkar höfum verið á ferðinni.
Meira

Matvælaráðuneytið bregst við umræðu um sauðfjársamning Bændasamtaka og ríkis

Vegna umræðu síðustu vikna um búvörusamninga um starfsskilyrði sauðfjárræktar hefur matvælaráðuneytið brugðist við og birt á heimasíðu ráðuneytisins nánari útskýringar samningsins og segir að heilt yfir muni stuðningurinn dreifist jafnar á framleiðendur.
Meira

Kosning hafin á manni ársins á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Sjö tilnefningar bárust sem teknar voru til greina í kjörið.
Meira

Hermenn Úkraínu klæðast íslenskum ullarvörum

Flugvélafarmur af hlýjum vetrarfatnaði er kominn í notkun úkraínskra hermanna á vígstöðvunum, segir í skeyti frá utanríkisráðuneytinu. Kanadísk herflugvél flutti varninginn frá Íslandi þann 12. desember sl. og í gær fékk utanríkisráðuneytið sent myndband frá úkraínska hernum sem sýnir þegar farmurinn var tekinn í notkun á vígstöðvunum.
Meira

Hátt í 15 þúsund tekið þátt í námskeiðum síðustu tvo áratugi - 30 ára afmæli Farskólans

Farskólinn -miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra fagnaði 30 ára afmæli sínu sl. föstudag en þann 9. desember 1992 var stofnfundur Farskólans haldinn. Skólanum var ætlað að annast hvers konar fræðslustarf í kjördæminu og átti starfsemi skólans að miðast við að auka starfshæfni og vellíðan, eins og segir í stofnskránni. Kraftmikil starfsemi er enn í Farskólanum og fjöldi nemenda sem sækja hvers kyns námskeið sem í boði eru. Bryndís Kristín Þráinsdóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Farskólans síðan 2003 og sendi Feykir henni spurningar í tilefni tímamótanna og byrjaði á því að forvitnast um starfsemi Farskólans, tilurð og tilgang.
Meira