Stelpurnar í 4. flokki lutu í gras eftir vítaspyrnukeppni
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.09.2022
kl. 13.58
Það var hörkuleikur á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi þegar Tindastóll/Hvöt/Kormákur og Stjarnan/Álftanes mættust í undanúrslitum Íslandsmótsins í 4. flokki kvenna. Fjórða flokk skipa leikmenn sem eru 14 ára og yngri og er óhætt að fullyrða að stelpurnar gáfu allt í leikinn sem fór bæði í framlengingu og að lokum vítaspyrnukeppni þar sem gestirnir að sunnan höfðu á endanum betur og tryggðu sig í úrslitaleik gegn liði FH. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 en liðunum tókst ekki að reka smiðshöggið í framlengingu.
Meira