V-Húnavatnssýsla

Rannsókn á viðkvæmu stigi og veitir lögregla ekki frekari upplýsingar

Rannsókn á skotárás sem varð á Blönduósi síðastliðinn sunnudagsmorgun mun taka tíma og biður lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra um skilning á því, í færslu á Facebook-síðu embættisins en það fer með rannsókn málsins. „Æðsta skylda lögreglu við sakamálarannsóknir er að gæta rannsóknarhagsmuna svo að sakarspjöll verði ekki,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson komin út :: Útgáfufögnuður nk. laugardag

Útgáfufögnuður bókarinnar Dýrin á Fróni, eftir Alfreð Guðmundsson grunnskólakennara á Króknum, verður haldinn næstkomandi laugardag í sal Árskóla á Sauðárkróki og eru öll þau sem áhuga hafa að koma og kynna sér bókina og næla sér í eintak hjartanlega velkomin, segir Alfreð, og bendir á að í boði verður kaffi og kruðerí í tilefni dagsins.
Meira

Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir – Yfirlýsing frá fjölskyldu Brynjars Þórs

„Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunningjakona okkar einnig og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Við syrgjum bróður og son,“ segir í yfirlýsingu sem foreldrar og systkini Brynjars hafa sent fjölmiðlum. Biðja þau þess að Kári nái heilsu og fjölskyldunni, vinum og öðrum sem eiga um sárt að binda sendar innilegar samúðarkveðjur.
Meira

Þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, segir í yfirlýsingu barna hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduósi

Börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduósi á sunnudaginn hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs þeirra. Saka þau fjölmiðla um að flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs þeirra með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í þau, nánustu vini og ættingja.
Meira

Gunnar Steingrímsson úr Fljótum nýr Íslandsmeistari í hrútaþukli

Um helgina var Íslandsmótið í hrútadómum haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Nýr meistari var krýndur, en Strandamenn náðu ekki að landa sigri að þessu sinni. Sigurvegari í vana flokknum og þar með Íslandsmeistari í hrútaþukli varð Gunnar Steingrímsson Stóra-Holti í Fljótum. Í öðru sæti varð Marinó Helgi Sigurðsson á Hólmavík og er hann yngsti keppandi til að komast á pall í vana flokknum frá upphafi. Í þriðja sæti varð Þórður Halldórsson Breiðabólstað á Fellsströnd í Dölum. Alls kepptu 35 í vana flokknum. Eyjólfur Yngvi Bjarnason ráðunautur var yfirdómari að þessu sinni og fær bestu þakkir fyrir vel unnin störf.
Meira

„Þegar áföll dynja yfir stöndum við saman í þessu landi“

Rúv.is hefur eftir Magnúsi Magnússyni, sóknarpresti í Húnavatnsprestakalli sem stýrði upplýsingafundi lögreglunnar fyrir íbúa á Blönduósi í gærkvöldi, að fjölmennt hafi verið í félagsheimilinu á Blönduósi, nánast fullsetið og mikil eining og samhugur. Fánar voru víða dregnir í hálfa stöng í bænum í gær og augljóslega mikil sorg í samfélaginu.
Meira

Fimmtán milljónir úr Matvælasjóði á Norðurland vestra

Af 58 verkefnum er fengu styrki úr Matvælasjóði eru fjögur þeirra af Norðurlandi vestra og hlutu rúmar 15 milljón krónur af þeim 584,6 sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra úthlutaði fyrir helgi. Alls bárust sjóðnum 211 umsóknir í fjóra styrkjaflokka en sótt var um rúmlega 2 m.kr.
Meira

Stöndum öll með Blönduósingum

Harmleikurinn á Blönduósi í morgun lætur engan ósnortinn og ljóst að hugur landsmanna er með íbúum svæðisins. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, ávarpaði fjölmiðla nú síðdegis á Blönduósi og las upp yfirlýsingu frá sveitarstjórn og sveitarstjóra. Bað hann þjóðina að standa með íbúum svæðisins á þessum erfiðu tímum.
Meira

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna gefur út Ævisögu asks

Ævisaga asks – A journey of a driftwood (ferðalag rekaviðar) er nafnið á litabók sem Byggðasafn Húnvetninga og Strandamann gaf út nú í sumar. Þar er velt fyrir sér hvaða sögu gamall askur hefði að segja ef hann gæti tjáð sig; smíðaður úr rekaviðardrumbi sem gæti rakið sögu sína heim til Síberíu þar sem ferðalag hans hófst. Það er Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri sem skrifar texta bókarinnar en Sigríður Ævarsdóttir gerði myndirnar sem prýða hana.
Meira

Tveir látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi

Tveir eru látnir og einn særður eftir skotárás í heimahúsi á Blönduósi sem átti sér stað klukkan hálf sex í morgun. Hinn særði var fluttur suður með sjúkraflugi. Í frétt mbl.is af málinu er haft eftir Guðmundi Hauki Jakobssyni, forseta sveitarstjórnar í Húnabyggð, að harmleikur hafi átt sér stað og verið sé að vinna í því að kalla saman áfallateymi til að halda utan um samfélagið.
Meira