V-Húnavatnssýsla

Mjög góð aðsókn í sumar á Selasetrið

Mjög góð aðsókn hefur verið á Selasetur Íslands þetta sumarið og nú þegar hafa komið yfir 16.500 gestir í heimsókn. „Í fyrra fengum við 10.300 gesti í heimsókn frá maí til október og því erum við mjög ánægð með aukninguna,“ segir á heimasíðu setursins.
Meira

Íslendingar og víkingaruglið :: Leiðari Feykis

Ég rakst á umfjöllun á Vísi.is á dögunum þar sem segir frá því að hinn ástsæli þjóðháttafræðingur Árni Björnsson hafi í samtali við Ísland í dag gagnrýnt harðlega sviðsetningu víkingaviðureignar sem var einn liður í dagskrá víkingafélagsins Rimmugýgjar á Menningarnótt í samstarfi við Þjóðminjasafnið.
Meira

Tap gegn Dalvík Reyni á Hvammstanga

Í gær tók lið Kormáks Hvatar á móti nágrönnum sínum í Dalvík Reyni, sem daðra við toppsætið í deildinni. Á stuðningsmannasíðu Húnvetninganna sagði fyrir leik að hann yrði snúinn, þar sem Kormákur Hvöt væri með marga fjarverandi, „en við gefum þeim hörkuleik engu að síður“.
Meira

Ráðlögð rjúpnaveiði um sex fuglar á veiðimann

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2022 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar Umhverfisstofnun með bréfi en ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 26 þúsund fuglar. Segir á vef stofnunarinnar að í aðalatriðum hafi talningar síðastliðið vor sýnt fjölgun rjúpna á nær öllum talningarsvæðum 2021–2022.
Meira

Safnað fyrir fjölskyldu Evu Hrundar

Söfnun fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Pétursdóttur hefur verið hrundið af stað en á Húni.is kemur fram að í ljósi þeirra hörmulegu atburða sem áttu sér stað á Blönduósi þann 21. ágúst síðastliðinn hafi verið opnaður styrktarreikningur til stuðnings eiginmanni hennar og börnum svo fjölskyldan þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur á þessum erfiða tíma.
Meira

Landsbyggðarráðstefnan Eldhugar FKA á Akureyri.

Ríkidæmi landsbyggðarinnar verður rætt á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, á opinni Landsbyggðarráðstefnu FKA sem haldin verður á Akureyri þann 23. september nk. Ráðstefnan ber nafnið Eldhugar en fyrirlesarar verða konur um allt land sem hafa hugrekki og víðsýni að vopni og hafa náð að töfra fram spennandi nýsköpun og tækifæri, eins og segir í tilkynningu félagsins.
Meira

Ungt Framsóknarfólk vill hækka fæðingarstyrk til námsmanna

Um helgina var 47. sambandsþing Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) haldið í Kópavogi. Margt var um manninn og mikið um að vera samkvæmt tilkynningu sambandsins en slíkir viðburðir eru vettvangur ungs fólk til að koma saman, taka þátt í og kynnast stjórnmálaumræðu, koma sínum sjónarmiðum á framfæri og kalla eftir breytingum.
Meira

Hlaðin gulli eftir MÍ 30+ um helgina

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 30 ára og eldri á Sauðárkróksvelli. Veitt voru verðlaun fyrir besta árangurinn samkvæmt WMA prósentu og voru það Anna Sofia Rappich (UFA) og Ágúst Bergur Kárason (UFA) sem voru með hæstu prósentuna í kvenna- og karlaflokki.
Meira

Heiða Björg næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en kosning fór fram dagana 15. – 29. ágúst sl. Auk Heiðu Bjargar bauð Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sig fram til að gegna embætti formanns næstu fjögur árin.
Meira

Ályktanir frá flokksráðsfundi Vinstri grænna

Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var haldinn nú um helgina 27. til 28. ágúst, á Ísafirði. Á fundinum voru samþykktar fimm ályktanir er lúta að fjölgun leikskólakennara, öryggi í flugsamgöngum, félagsleg undirboð og launaþjófnað og vindorku. Þá kemur meðal annars fram í ályktun frá stjórn hreyfingarinnar að stutt verði við hugmyndir um hækkun veiðigjalda, endurskoða lög sem lúta að gagnsæi um raunverulega eigendur sjávarútvegsfyrirtækja og að spornað verði gegn samþjöppun í sjávarútvegi.
Meira