V-Húnavatnssýsla

Kríur bætast á fuglaflensulista :: Ekki orðið var við fugladauða af fuglaflensu á Norðurlandi vestra

Matvælastofnun varar enn við hættu á fuglaflensusmiti frá villtum fuglum yfir í alifugla en stofnunin lítur svo á að smit með skæðum fuglaflensuveirum sé viðloðandi í villtum fuglum víða á landinu. Þó hafi færri veikir eða dauðir villtir fuglar verið tilkynntir til Matvælastofnunar í júlí og það sem af er ágúst en mánuðina á undan.
Meira

Matgæðingur í tbl 17 - Nauta prime ribs og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingur vikunnar í tbl 17 á þessu ári var Ívar Sigurðsson en hann er bóndi á Páfastöðum og er í sambúð með Ingibjörgu Ósk Gísladóttur sem vinnur á Eftirlæti. Saman eiga þau tvö börn, þau Diljá Mist fjögurra ára og Vestmar tveggja ára. „Er svo ekki viðeigandi að nautgripabóndinn gefi ykkur uppskrift að nauti,“ segir Ívar.
Meira

Fjölmennt á kærleiksstund á Blönduósi í gærkvöldi

Í gærkvöldi var haldin kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi og sagt er frá því á Húna.is að fólk hafi safnaðst saman við nýja vallarhúsið klukkan 21 þar sem kveikt var á kertum og þau lögð umhverfis hlaupabrautina í ljósaskiptunum. Tilgangurinn var að sýna samhug og hluttekningu til þeirra sem eiga um sárt að binda.
Meira

Matgæðingur í tbl 15 - Lambalæri & marengs

Matgæðingar vikunnar í tbl 15 á þessu ári voru Baldur Sigurðsson, eigandi Bílaþjónustu Norðurlands og umboðsmaður Bílaleigunnar Avis, og eiginkona hans, Helga Skúladóttir, starfsmaður Landsbankans, og eru þau búsett á Sauðárkróki.
Meira

Kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi í kvöld

„Við viljum koma saman og eiga fallega samverustund á íþróttavellinum á Blönduósi þar sem við kveikjum á friðarkertum,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnar Húnabyggðar en þar verða í ljósaskiptunum lögð friðarkerti á hlaupabrautina allan hringinn og þannig sýndur samhugur og hluttekning til þeirra sem eiga um sárt að binda.
Meira

Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Hörpu Þórsdóttur til að gegna embætti þjóðminjavarðar. Harpa hefur starfað við íslensk og erlend söfn í rúm 20 ár og sem safnstjóri Listasafns Íslands stjórnað einu af þremur höfuðsöfnum íslenska ríkisins.
Meira

Stólastúlkur með annan fótinn í Bestu deildinni eftir sigur í gær

Stelpurnar í Tindastól komu öðrum fætinum inn fyrir þröskuldinn í deild hinna bestu er þær sigruðu Fjölni í miklum markaleik í norðansvalanum á Króknum í gærkvöldi en tvö efstu liðin í Lengjudeildinni komast upp. Á sama tíma og Stólar fögnuðu 5-0 sigri tapaði HK dýrmætum stigum í toppbaráttunni gegn Víkingi en HK stelpur hafa háð harða baráttu við Stóla um annað sætið. FH tryggði sér sæti í Bestu deild að ári með 0-4 sigri á Grindavík og aðeins blautir draumar að Tindastóll nái efsta sætinu af þeim. En hver veit?
Meira

Áfram Tindastóll, alltaf, alls staðar!

Yngriflokkastarf Kkd. Tindastóls fyrir tímabilið 2022/2023 er að hefjast og eru fyrstu æfingar þegar farnar að rúlla af stað. Í vetur eigum við von á um 200 iðkendum í öllum yngri flokkum Tindastóls, allt frá leikskólahópi (4-5ára) og upp í elsta aldurshóp. Haustið einkennist af spennu og eftirvæntingu hjá krökkunum að komast aftur á æfingar, hitta þjálfarana og liðsfélagana í íþróttahúsinu og komast aftur á reglulegar æfingar og að keppa í körfubolta eftir sumarleyfi.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að gul viðvörun sé fyrir norðurland vestra til klukkan 10:00 á morgun, föstudag, vegna mikillar úrkomu á svæðinu.
Meira

Ríkið stendur sig ekki í að fjármagna málefni fatlaðs fólks

Byggðarráð Skagafjarðar lýsti á fundi sínum í gær yfir miklum áhyggjum af sívaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Fram kemur í fundargerð að ljóst sé að sveitarfélögum var falin mikil ábyrgð með tilfærslu málaflokksins frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 og áskoranir í þjónustunni hafi orðið enn stærri með lagabreytingum árið 2018.
Meira