V-Húnavatnssýsla

Matgæðingur vikunnar - Gúllassúpa og gerbollur

Það er Árni Geir Sigurbjörnsson sem er matgæðingur vikunnar, tbl 6 2022, að þessu sinni en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Konan hans, Katla Gísladóttir, á einnig rætur að rekja í Skagafjörðinn en er uppalin á Suðurlandi. Þau eiga saman tveggja ára tvíburastelpur, Hildi Ingu og Telmu Rún. Árni Geir starfar sem smiður og Katla vinnur hjá Mannvit og starfar við brunahönnun.
Meira

Svf. Skagafjörður tekur þátt í stofnun Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Sveitarstjórn samþykkti í gær að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í stofnun fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og mun sveitarstjóri taka þátt í stofnfundi og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt var að leggja fram allt að 100.000 kr. stofnfé.
Meira

Mikilvægar kosningar framundan – Leiðari Feykis

Nú er rétt rúm vika í sameiningarkosningar og spennan alveg að fara með mannskapinn, eða ekki! En hvernig sem spennan er þá verður kosið þann 19. febrúar næstkomandi um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hins vegar.
Meira

Rafrænn háskóladagur aðra helgi

Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt á einum vettvangi á stafrænum háskóladegi sem haldinn verður 26. febrúar nk. kl. 12-15. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Á vefsíðunni haskoladagurinn.is gefst áhugasömum tækifæri til að leita í öllum námsleiðum sem eru í boði í íslenskum háskólum.
Meira

Fjórar umsóknir bárust um stöðu rektors

Frestur til að sækja um stöðu rektors hjá Háskólanum á Hólum rann út í gær og hefur listi yfir umsækjendur verið opinberaður.
Meira

North West Hotel & Restaurant opnar í dag eftir óvænta snjókomu innandyra

„Hreinsunarstörf hafa gengið vel og vonandi sluppum við við meiriháttar skemmdir. Það kemur betur í ljós á næstu dögum,“ segir í færslu á Facebooksíðu North West Hotel & Restaurant í Víðigerði í Húnaþingi vestra en þar sprakk útidyrahurðin upp í óveðrinu sem gekk yfir landið aðfararnótt mánudags. Til stendur að opna veitingastaðinn seinna í dag.
Meira

Helstu vegir færir en hálka og þæfingur

Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Norðurlandi og skafrenningur víða. Búið er að opna Holtavörðuheiði en þar er hálka og skafrenningur, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Þæfingur er á Siglufjarðarvegi og óvissustig vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er einnig á veginum við Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu en vegurinn um Víkurskarð er lokaður.
Meira

20 vilja starf atvinnuráðgjafa á sviði nýsköpunar hjá SSNV

Á dögunum var auglýst laust til umsóknar starf atvinnuráðgjafa á sviði nýsköpunar hjá SSNV og var umsóknarfresturinn til 30. janúar. Alls bárust 20 umsóknir um starfið og segir á heimasíðu samtakanna það ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga á störfum hjá þeim.
Meira

Skrifstofa Sýslumanns á Blönduósi opnar kl. 12 - Uppfært: Skrifstofan á Sauðárkróki er opin.

Tilkynning um opnunartíma skrifstofa Sýslumannsins á Norðurlandi vestra mánudaginn 7. febrúar nk. Vegna slæmrar veðurspár verður skrifstofa Sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi lokuð mánudaginn 7. febrúar nk. til kl. 12:00.
Meira

Silfurbergskristallar úr Helgustaðanámu – Vísindi og grautur

Á morgun, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 11, flytur Kristján Leósson erindið „Áhrif silfurbergs frá Helgustöðum í Reyðarfirði á þróun náttúruvísindanna“ í fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Vísindi og grautur. Erindið fer fram á zoom og er öllum opið.
Meira