V-Húnavatnssýsla

Fréttabréf Textílmiðstöðvarinnar

Bráðum er ár liðið frá því að við náðum þeim mikilvæga áfanga að opna TextílLab á Blönduósi, fyrstu stafrænu textílsmiðjuna á Íslandi. Gaman er að segja frá TextílLabinu og því helsta sem er á döfinni hjá okkur!
Meira

Ævintýrakvöld á Króknum og oddaleikur framundan

Tindastóll og Valur mætust í fjórða leiknum í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Síkinu í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en það voru gestirnir af Hlíðarenda sem hótuðu nokkrum sinnum að stinga af með gullið. Þeim varð þó ekki kápan úr því klæðinu því Stólarnir voru ódrepandi eins og oft áður. Lokamínútur leiksins voru hádramatískur og fór svo að framlengja þurfti leikinn. Þá drömuðu Stólarnir alla upp úr skónum, snéru leiknum sér í vil á loka andartökunum og Pétur galdraði fram sigurkörfu með því að stela boltanum eftir innkast Valsara og bruna upp völlinn með Kristófer Acox á hælunum og leggja boltann snyrtilega í körfuna og tryggði Tindastólsmönnum tækifæri til að taka titilinn í Origo-höllinni næskomandi miðvikudag. Mikið óskaplega getur þessi leikur stundum verið sætur! Lokatölur 97-95.
Meira

Úrslit sveitarstjórnarkosninga á Norðurlandi vestra

Á Norðurlandi vestra eru nú fimm sveitarfélög og var kosið til sveitarstjórnar í fjórum þeirra. Á Skagaströnd var aðeins einn listi í framboði og því sjálfkjörinn og í Skagabyggð fór fram óbundin kosning til sveitarstjórnar þann. Í öðrum sveitarfélögum var barist um hylli og atkvæði kjósenda.
Meira

Húnvetningar sóttu sigur í Hafnarfjörðinn

Húnvetningar voru heldur betur í partýgírnum í gær; kosningar, Eurovision og fyrsti sigurinn í 3. deildinni varð að veruleika í Skessunni í Hafnarfirði þegar lið Kormáks/Hvatar gerði sér lítið fyrir og lagði heimamenn í ÍH að velli í hörkuleik. Sigurmarkið kom þegar skammt var til leiksloka og lokatölur úr Hafnarfirði 2-3.
Meira

Allt að verða uppselt á leikinn í Síkinu á sunnudag

Það er ýmislegt sem dregur að sér athyglina þessa helgina; sveitarstjórnarkosningar og Eurovision á laugardagskvöldið en hér á Norðurlandi vestra virðast nú flestir hafa hvað mestan áhuga á ævintýri Tindastóls í úrslitakeppninni í körfubolta og það þarf talsvert djúsi málefni til að skófla körfunni út af kaffistofuborðinu. Mbl.is greinir frá því að miðar á fjórða leikinn í einvígi Vals og Tindastóls, sem fram fer nú á sunnudagskvöldið, fóru í sölu í morgun á miðasölukerfinu Stubbi sem hrundi undan álaginu. Það er því næsta víst að það verði engir auðir og ógildir í Síkinu á sunnudag.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á kjördag

Laugardaginn 14. maí 2022, kjördag, verður opið hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna sveitarstjórnarkosninga sem hér segir:
Meira

Starri Heiðmarsson ráðinn forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra

Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra hefur ráðið Starra Heiðmarsson sem forstöðumann Náttúrustofunnar, ráðning Starra er tímabundin til eins árs þar sem fráfarandi forstöðumaður hefur óskað eftir leyfi.
Meira

Stöðugleiki og stefnufesta – tækifærin framundan

Húnaþing vestra er gott samfélag til dvalar og búsetu. Þjónustustig er hátt og álögur lægri en víða annarsstaðar. Pólitískur stöðugleiki hefur einkennt líðandi kjörtímabil og þar hafa allir sveitarstjórnarfulltrúar hvar svo sem í flokki þeir standa lagt drjúgt lóð á vogarskál. Með þennan pólitíska stöðugleika í farteskinu hafa mörg mikilvæg framfaramál náð fram að ganga. D–listinn leggur áherslu á áframhaldandi pólitískan stöðugleika og býður fram krafta sína með blöndu af reyndu og nýju fólki til að standa vörð um gott og dýrmætt samfélag og nýta enn frekar tækifærin sem eru til staðar í okkar héraði.
Meira

Lengri opnunartími utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Kosið verður til sveitarstjórna laugardaginn 14. maí 2022. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 15. apríl sl. og lýkur kl. 17:00 á kjördag. Fimmtudaginn 12. maí nk. verður opið til kl. 19:00 á aðalskrifstofu sýslumanns að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi og sýsluskrifstofu Suðurgötu 1, Sauðárkróki.
Meira

Tækifæri til sóknar í Húnaþingi vestra

Í Húnaþingi vestra hefur alltaf verið gott að vera en betur má ef duga skal. Síðustu fimmtán ár hef ég komið reglulega heim og haldið góðum tengslum við mitt fólk hér á svæðinu, hvort sem það er með heimsókn á Hvammstanga í foreldrahús eða í sumarbústað í Vesturhópinu.
Meira