V-Húnavatnssýsla

Þú getur sýnt Kraft í verki

Nú stendur yfir fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja ný Lífið er núna armbönd, fá fólk til að koma saman og sýna samstöðu með því að perla armbönd og sýna almenningi inn í reynsluheim félagsmanna Krafts og þeim áskorunum sem verða á vegi þeirra.
Meira

Einn dagur af Sæluviku :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 3. hluti

Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði: Ég var 2 vetur til heimilis á Sjávarborg í Skagafirði og þar heyrði ég mikið talað um „Sæluviku Skagfirðinga“, sem haldin er í tengslum við sýslunefndarfund. Er þá oft mannmargt á Sauðárkróki og alltaf hægt að velja um skemmtanir, sem eru seinni part dagsins. Það er til dæmis karlakórssöngur, sjónleikur, umræðufundir og alltaf dans á eftir.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar vann öruggan sigur á ókátum Káramönnum

Lið Kormáks/Hvatar tók á móti Skagamönnum í liði Kára á Sauðárkróksvelli í dag í 3. deild karla í knattspyrnu. Liðin voru bæði í efri hluta deildarinnar fyrir leik en það varð fljótt ljóst að Skagamennirnir voru eitthvað pirraðir og voru farnir að segja dómara og aðstoðarmönnum hans til strax í byrjun. Það endaði með því að þeir bæði töpuðu leiknum og hausnum en lið Hínvetninga sýndi og sannaði að það á góða möguleika á að koma á óvart í 3. deildinni í sumar. Lokatölur 3-0 og úrslitin í heildina sanngjörn.
Meira

Hvað er það versta sem getur gerst? :: Áskorandi Helga Guðrún Hinriksdóttir

Það hefur pottþétt margoft verið skrifað um þetta viðfangsefni. Pottþétt. Og ábyggilega áður hér í Feyki. Ég held samt að það sé ekki hægt að skrifa eða fjalla of oft um þetta. Um hvað þá? Jú, að gera það sem mann langar til. Að fara út fyrir rammann. Takast á við krefjandi verkefni. Njóta.
Meira

Arnar og Sigurður Gunnar í liði ársins og Baldur Þór valinn þjálfari ársins

Körfuknattleikstímabilinu lauk sem kunnugt er síðastliðið miðvikudagskvöld þegar Valur hafði betur í oddaleik gegn liði Tindastóls eftir hreint magnaða úrslitaseríu. Nú í hádeginu fór verðlaunahátíð KKÍ fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og þar voru þeir leikmenn sem þóttu skara fram úr heiðraðir sem og þjálfarar. Tveir leikmanna Tindastóls voru valdir í úrvalslið Subway deildar karla, þeir Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var valinn þjálfari ársins.
Meira

B- og D-listi bættu á sig við endurtalningu í Húnaþingi vestra

Að ósk N listans kom kjörstjórn Húnaþings vestra saman, ásamt talningarmönnum og umboðsmönnum framboðlistanna, í gærkvöldi og endurtaldi atkvæði sveitarstjórnarkosninganna 14. maí 2022. Einungis munaði tveimur atkvæðum á N-lista og D-lista eftir talningu á kjördag en við endurtalningu fór sitthvort vafaatkæðið til B- og D-lista.
Meira

Foreldraverðlaunin 2022

Waldorfskólinn í Lækjarbotnum fær Foreldraverðlaunin 2022 Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 27. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu 19. maí 2022.
Meira

Jæja, jæja ...

Hvað segist, gott fólk? Eigum við að halda áfram að ræða um ketti? Tja, hvers vegna ekki? Alla vega er ekki vanþörf á, svo mikið er víst. Fyrri grein mín fór víða og vakti umtal, enda brennur þetta á mörgum landanum.
Meira

Nemar í fiskeldi við Háskólann á Hólum heimsóttu Vestfirði

Nemendur í diplomanámi í fiskeldi við Háskólann á Hólum brugðu undir sig betri fætinum nú nýverið og kynntu sér fiskeldistöðvar á sunnanverðum Vestfjörðum. Sagt er frá því á heimasíðu skólans að nám í fiskeldi er byggt upp af tíu námskeiðum sem kennd eru í fjarnámi. Í hverju námskeiði er gert ráð fyrir 3-4 daga staðbundinni lotu sem að jafnaði fer fram í Verinu á Sauðárkróki. Að þessu sinni fór staðlotan ekki fram heima í héraði heldur vestur á fjörðum.
Meira

Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ræða meirihlutasamstarf á Norðurlandi vestra

Samningaviðræður um meirihlutasamstarf ganga vel í sveitarfélögunum þremur á Norðurlandi vestra þar sem á annað borð þarf að mynda meirihluta. Þar eru í öllum tilfellum Framsóknarflokkur og Sjálfstæðismenn sem ræða samstarf auk óháðra þar sem það á við.
Meira