Enn fjölgar smitum á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.02.2022
kl. 11.25
Samkvæmt stöðutöflu sem aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra opinberaði nú í morgun heldur Covid-smituðum einstaklingum að fjölga í umdæminu en nú eru 115 skráðir í einangrun 18 fleiri en í gær. „Það er mikil hreyfing á töflunni og þá aðallega upp á við því miður. Því munum við reyna að uppfæra hana örar,“ segir í færslu almannavarna á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira