V-Húnavatnssýsla

Endurtalning atkvæða í Húnaþingi vestra

Kjörstjórn Húnaþings vestra kom saman í gær í tilefni af erindi N-listans sem farið hefur fram á endurtalningu atkvæða vegna þess hve litlu munaði á atkvæðafjölda á sjöunda manni inn í sveitarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru laugardaginn 14. maí sl.
Meira

Rostungurinn á Hvammstanga

Fréttatilkynning frá Selasetri Íslands og Náttúruminjasafni Íslands
Meira

Kynning á sjálfsævisögu Bíbíar

Fram kemur í húnahorninu að á mánudaginn 30. maí klukkan 17 fer fram kynning í Félagsheimilinu á Blönduósi á rannsóknaverkefninu og sjálfsævisögunni Bíbí í Berlín.
Meira

Boltinn féll ekki fyrir Stólana í kvöld og Valsmenn tóku titilinn | UPPFÆRT

Það er ekki laust við að það hafi verið nokkur þreytubragur á liðum Vals og Tindastóls þegar þau áttust við í hreinum úrslitaleik í Origo-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi lengstum, Stólarnir flugu úr startholunum en síðan fóru skotin að geiga og Valsmenn, með Hjálmar Stefánsson í ofurformi, komust inn í leikinn. Jafnt var í hálfleik, 36-36, en í síðari hálfleik fór sóknarleikur beggja liða að hökta verulega og lítið skorað. Einu stigi munaði fyrir lokafjórðunginn en þá var eins og orkan væri meiri í heimaliðinu sem náði yfirhöndinni og náði í sigurinn. Lokatölur 73-60 og til hamingju Valsmenn!
Meira

Upp á topp með Tindastól! - Létt upphitun með stuðningsmannasöngvum.

Það er ekki laust við að spenningur sé allsráðandi hjá körfuboltaunnendum í dag þar sem úrslitaleikur Subway deildarinnar fer fram í Origo-höllinni á Hlíðarenda í Reykjavík fyrir sunnan. Varla þarf að minna á að þarna takast á lið Tindastóls og Vals í körfuboltanum og fer sigurliðið heim með Íslandsmeistarabikarinn. Af því tilefni dustum við rykið af þekktum stuðningsmannalögum Stólanna.
Meira

Einstæð ör-leikhúsupplifun hjá Handbendi brúðuleikhúsi

Heimferð (Moetvi Caravan), eftir Handbendi brúðuleikhús í samstarfi við ProFit Arts (Tékklandi) og Arctic Culture Lab (Grænlandi/Noregi) verður hluti af listahátíð í Reykjavík. Heimferð er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn, en aðeins átta áhorfendur komast inn á hverja sýningu fyrir sig. Í þessari heillandi sýningu fyrir alla aldurshópa er m.a. notast við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd til að skoða muninn á hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um og þeirri upplifun að búa á slíku heimili þvert gegn eigin vilja, í krísuástandi.
Meira

Vel gekk í æfingabúðum í boccia á Löngumýri

Helgina 6. til 8. maí hélt Boccianefnd Íþróttasamband fatlaðra æfingabúðir að Löngumýri í Skagafirði. Æfingabúðirnar voru fyrir landsliðshóp ÍF í Boccia, sem er sá hópur einstaklinga í þeim fötlunarflokkum sem eru með þátttökurétt á stórum alþjóðamótum.
Meira

Jón Gestur í valinu um iðnaðarmann ársins

Fram kemur á visir.is að Jón Gestur Atlason sé einn af átta sem valdir voru af dómnefnd í úrslit iðnaðarmanns ársins 2022 á X977 í samstarfi við Sindra.
Meira

Nöfn sameinaðra sveitarfélaga

Samhliða sveitarstjórnarkosningum fór fram könnun um nöfn sameinaðra sveitarfélaga. Á síðunum hunvetnigur.is og skagafjordur.is stendur að niðurstöður skoðanakönnunar eru leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn.
Meira

Nýr blaðamaður á Feyki

Sumarafleysing Feykis þetta árið er í höndum Ingólfs Arnar Friðrikssonar og hefur hann störf í dag.
Meira