V-Húnavatnssýsla

Allt að verða uppselt á leikinn í Síkinu á sunnudag

Það er ýmislegt sem dregur að sér athyglina þessa helgina; sveitarstjórnarkosningar og Eurovision á laugardagskvöldið en hér á Norðurlandi vestra virðast nú flestir hafa hvað mestan áhuga á ævintýri Tindastóls í úrslitakeppninni í körfubolta og það þarf talsvert djúsi málefni til að skófla körfunni út af kaffistofuborðinu. Mbl.is greinir frá því að miðar á fjórða leikinn í einvígi Vals og Tindastóls, sem fram fer nú á sunnudagskvöldið, fóru í sölu í morgun á miðasölukerfinu Stubbi sem hrundi undan álaginu. Það er því næsta víst að það verði engir auðir og ógildir í Síkinu á sunnudag.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á kjördag

Laugardaginn 14. maí 2022, kjördag, verður opið hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna sveitarstjórnarkosninga sem hér segir:
Meira

Starri Heiðmarsson ráðinn forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra

Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra hefur ráðið Starra Heiðmarsson sem forstöðumann Náttúrustofunnar, ráðning Starra er tímabundin til eins árs þar sem fráfarandi forstöðumaður hefur óskað eftir leyfi.
Meira

Stöðugleiki og stefnufesta – tækifærin framundan

Húnaþing vestra er gott samfélag til dvalar og búsetu. Þjónustustig er hátt og álögur lægri en víða annarsstaðar. Pólitískur stöðugleiki hefur einkennt líðandi kjörtímabil og þar hafa allir sveitarstjórnarfulltrúar hvar svo sem í flokki þeir standa lagt drjúgt lóð á vogarskál. Með þennan pólitíska stöðugleika í farteskinu hafa mörg mikilvæg framfaramál náð fram að ganga. D–listinn leggur áherslu á áframhaldandi pólitískan stöðugleika og býður fram krafta sína með blöndu af reyndu og nýju fólki til að standa vörð um gott og dýrmætt samfélag og nýta enn frekar tækifærin sem eru til staðar í okkar héraði.
Meira

Lengri opnunartími utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Kosið verður til sveitarstjórna laugardaginn 14. maí 2022. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 15. apríl sl. og lýkur kl. 17:00 á kjördag. Fimmtudaginn 12. maí nk. verður opið til kl. 19:00 á aðalskrifstofu sýslumanns að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi og sýsluskrifstofu Suðurgötu 1, Sauðárkróki.
Meira

Tækifæri til sóknar í Húnaþingi vestra

Í Húnaþingi vestra hefur alltaf verið gott að vera en betur má ef duga skal. Síðustu fimmtán ár hef ég komið reglulega heim og haldið góðum tengslum við mitt fólk hér á svæðinu, hvort sem það er með heimsókn á Hvammstanga í foreldrahús eða í sumarbústað í Vesturhópinu.
Meira

Hugvarpið, hlaðvarpsþáttur um geðheilsu, fer í loftið á föstudag

Fyrsti hlaðvarpsþáttur Hugrúnar geðfræðslufélags, Hugvarpið, verður sendur næstkomandi föstudag þann 13. maí. Félagið er rekið í sjálfboðaliðastarfi af háskólanemum og snýr öll starfsemi félagsins að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum um geðheilsu.
Meira

Dalbæingar búast við köldum maí með einhverjum hretum

„Eins og fram kom í viðtali Síðdegisútvarps Rásar2 þriðjudaginn 26. apríl síðastliðinn, eftir aukafund klúbbsins, þá eigum við von á frekar hæglátum en köldum maí en þó með einhverjum hretum,“ segir í skeyti Veðurklúbbs Dalbæjar.
Meira

Úkraínuforseti ávarpar Alþingi

Ávarp Volodímírs Selenskís, for­seta Úkraínu, til alþing­is­manna og ís­lensku þjóðar­inn­ar í gegn­um fjar­funda­búnað sl. föstu­dag við sér­staka at­höfn í þingsal Alþing­is var sögu­legt. Þetta var í fyrsta skipti sem er­lend­ur þjóðhöfðingi flyt­ur ávarp í þingsal Alþing­is og mark­ar tíma­mót.
Meira

Aðalsteinn hverfur frá Byggðastofnun til innviðaráðuneytis

Innviðaráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson, forstjóra Byggðastofnunar, í embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu og mun hann taka við embættinu frá og með 1. júní næstkomandi. Frá þessu er greint á heimasíðu stjórnarráðsins.
Meira