V-Húnavatnssýsla

Sinnir öllu sem til fellur og viðkemur landgræðslu á Norðurlandi vestra

Skógræktin og Landgræðslan óskuðu eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins í haust og nú er komið að uppskerunni. Biðlað var m.a. til fólks á Norðurlandi vestra að safna fræi og nú hefur héraðssetrinu á Norðurlandi vestra borist heilmikið af birkifræi sem væntanlega á eftir að koma sér vel í íslenskri náttúru. Feykir lagði leið sína til Ingunnar Söndru Arnþórsdóttur, héraðsfulltrúa Landgræðslunnar, en aðsetur hennar er á Sauðárkróki.
Meira

Mótmæla harðlega hækkunum Póstsins

Félagsfundur Samfylkingarinnar á Vestfjörðum, haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, miðvikudaginn 10. nóvember 2021, mótmælir harðlega þeim hækkunum Póstsins sem settar eru á landsbyggðina með nýrri gjaldskrá sem tók gildi 1. nóvember sl.
Meira

Utís menntaráðstefnan haldin á Sauðárkróki í sjötta sinn

Síðastliðinn föstudag fjölmenntu kennarar og skólastjórnendur á Utís menntaráðstefnuna á Sauðárkróki sem Ingvi Hrannar Ómarsson hefur veg og vanda af. Að þessu sinni mættu um 190 kennarar og skólastjórnendur frá u.þ.b. 70 skólum landsins til leiks en níu erlendir fyrirlesarar og þrír íslenskir voru með fyrirlestra og vinnustofur. Ráðstefnan stóð yfir í þrjá daga og tókst með miklum ágætum.
Meira

Öll börn verða stór - öll nema eitt - Leikflokkur Húnaþings vestra setur upp Pétur Pan

Þegar leiðtogi týndu barnanna, Pétur Pan, týnir skugga sínum í heimsókn til Lundúna, hjálpar hin ákveðna Vanda honum að festa skuggann aftur við sig. Í staðinn er henni boðið til Hvergilands. Þetta ævintýri fá áhorfendur að upplifa í Félagsheimili Hvammstanga 11. – 14. desember nk. en Leikflokkur Húnaþings vestra setur upp þetta sígilda ævintýri um eilífðarstrákinn hrekkjótta.
Meira

Hroki, öfund og reiði – Leiðari Feykis

„Guð býr í glötuninni amma,“ söng Megas forðum daga og jafnvel var hann í gaddavírnum líka. Þá get ég ekki annað en látið mér detta í hug að Guð sé einnig á Facebook. Og ef hann er á Facebook er Djöfullinn ekki langt undan, því þeir tveir eru meira teymi en við gerum okkur almennt grein fyrir.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra er 10. nóvember

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn á netinu miðvikudaginn 10. nóvember á milli klukkan 15-17. Það eru Fagráð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem standa að Haustdeginum. „Það er komin ágætis hefð á að ferðaþjónustan á Norðurlandi vestra taki stöðuna „síðla hausts“ og velti upp ýmsu, sem er greininni mikilvægt. Þó að ekki hafi þótt ára fyrir samkomufund í þetta skiptið viljum við halda þessum góða sið,“ segir á vef SSNV.
Meira

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundaði með lögreglunni á Norðurlandi vestra

Á dögunum fékk lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, góða heimsókn er almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kom til fundar með embættinu og öllum þeim aðilum og einingum sem á Norðurlandi vestra tengjast almannavörnum á einn eða annan hátt. Góð mæting var á fundinn og góður rómur að honum gerður, eftir því sem kemur fram á Facebook-síðu embættissins.
Meira

Reyna að koma í veg fyrir frekari smit hjá Lögreglunni

Mbl.is vakti athygli á því í morgun að heil vakt lögregluþjóna á Sauðárkróki hafi þurft að fara í sóttkví eftir að einn þeirra mætti til vinnu smitaður af Covid-19. Birgir Jónasson, lögreglustjóri, segir í sambandi við Feyki að verið sé að reyna að leysa málið innan þeirra vébanda og telur utanaðkomandi aðstoð ekki þurfa til.
Meira

Freyja kom í heimahöfn á Siglufirði um helgina

Varðskipið Freyja lagðist að bryggju á Siglufirði á laugardag eftir fimm daga siglingu frá Rotterdam. Í frétt á síðu Landhelgisgæslunnar segir að fjölmargir hafi lagt leið sína á Hafnarbryggjuna á Siglufirði til að berja skipið augum þegar það kom til hafnar í fylgd varðskipsins Týs, þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Meira

Ráðherra opnaði kortavefsjá sem sýnir skurðaþekju Íslands

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði fyrir helgi nýjan upplýsingavef Landgræðslunnar um votlendi og áhrif framræslu þess á lífríki og losun gróðurhúsalofttegunda. Á vefnum er einnig að finna nýja kortavefsjá sem sýnir legu skurða á landinu og byggir hún á upplýsingum frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Meira