Sinnir öllu sem til fellur og viðkemur landgræðslu á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.11.2021
kl. 08.32
Skógræktin og Landgræðslan óskuðu eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins í haust og nú er komið að uppskerunni. Biðlað var m.a. til fólks á Norðurlandi vestra að safna fræi og nú hefur héraðssetrinu á Norðurlandi vestra borist heilmikið af birkifræi sem væntanlega á eftir að koma sér vel í íslenskri náttúru. Feykir lagði leið sína til Ingunnar Söndru Arnþórsdóttur, héraðsfulltrúa Landgræðslunnar, en aðsetur hennar er á Sauðárkróki.
Meira