V-Húnavatnssýsla

Landsliðsmanni vikið úr landsliðinu í hestaíþróttum

Stjórn Landssambands hestamannafélaga (LH) og landsliðsnefnd sendu frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem sagt er frá þeirri ákvörðun hennar að víkja einum landsliðsmanni úr landsliðshópi Íslands í hestaíþróttum. Fram kemur að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hefði ekki verið kunnugt um dóminn.
Meira

Eingöngu leyfilegt að veiða rjúpu eftir hádegið

Veiðitímabil rjúpu hefst í dag 1. nóvember og stendur út mánuðinn en samkvæmt tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er heimilt að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann á miðvikudögum og fimmtudögum líkt og undanfarin ár.
Meira

Rekaviður í listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd

Laugardaginn 30.október var sýningin „Rekaviður – lifandi gagnabanki“opnuð í listamiðstöðinni Nesi að Fjörubraut 8 á Skagaströnd og við sama tækifæri var heimildamynd um rekavið frumsýnd. Sýningin verður opin frá kl. 13-17 mánudag til miðvikudags nú í fyrstu viku nóvember.
Meira

Aldrei verður hægt að laga Siglufjarðarveg almennilega

Á Vísi.is er sagt frá því að Vegagerðin hafi í byrjun október lýst yfir viðvarandi óvissustigi á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður telur að aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn.
Meira

Syndum okkur í gang fyrir veturinn!

Fyrstu fjórar vikur nóvembermánaðar stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir landsátaki í sundi 1. - 28. nóvember nk. Fram kemur í frétt á heimasíðu sambandsins þá er um er að ræða heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með átakinu er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.
Meira

Lömbin talsvert vænni nú en fyrir ári

Rúv.is sagði frá því nú fyrir helgi að sláturtíð er nú víðast hvar að en í einhverjum sláturhúsum verður þó slátrað fram í nóvember. Hjá sláturhúsinu á Hvammstanga er meðalþyngd dilka talsvert hærri en í fyrrahaust og það þakkar sláturhússtjórinn sífellt betri árangri bænda við ræktun.
Meira

Opið hús hjá Byggðastofnun

Í dag fagnar starfsfólk Byggðastofnunar loks því að hafa tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði undir starfsemi sína. Húsið er að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki, sunnan við Póstinn ef það skildi hafa farið fram hjá einhverjum. Af þessu tilefni verður opið hús á milli kl. 14-16 í dag og er öllum velkomið að mæta og skoða nýja húsnæðið og kynna sér starfsemi stofnunarinnar.
Meira

Sundabraut og ný Breiðafjarðarferja í forgang

Nauðsynlegir innviðir á borð við nútímasamgöngur, öflugt fjarskiptasamband, góð heilbrigðisþjónusta og menntun, sem stenst samanburð við höfuðborgarsvæðið, er réttmæt krafa íbúa landsbyggðarinnar. Sundabraut er þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundabraut styttir akstur til höfuðborgarinnar líklega um hálftíma. Ef 6.000 manns ækju Sundabraut á dag sparaði það 3000 vinnustundir á dag. Það munar um minna.
Meira

KS áfram með matargjafir fyrir jólin

Fyr­ir síðustu jól og fram eft­ir þessu ári hefur Kaupfélag Skagfirðinga gefið mat­væli sem dugað hafa í nærri 200 þúsund máltíðir en um er að ræða kjöt- og mjólk­ur­vör­ur, græn­meti, kart­öfl­ur og brauð. „Það hef­ur orðið að sam­komu­lagi á milli kaup­fé­lags­ins og hjálp­ar­stofn­ana að halda þessu sam­starfi áfram núna í aðdrag­anda jól­anna,“ seg­ir Þórólf­ur Gísla­son kaup­fé­lags­stjóri í samtali við Morgunblaðið um síðustu helgi en KS mun áfram gefa mat­væli til nokk­urra hjálp­ar­stofn­ana hér á landi.
Meira

Undirbúa heimsiglingu Freyju til Siglufjarðar

Varðskipið Freyja er nú komið á flot í litum Landhelgisgæslunnar í Rotterdam en það var tekið upp í slipp fyrr í mánuðinum þar sem það var málað og unnið að minniháttar lagfæringum. Á Facebook-síðu Gæslunnar segir að áhöfn Freyju sé komin til Hollands og undirbýr heimsiglinguna. Eins og fram hefur komið í fréttum mun heimahöfn Freyju verða á Siglufirði og er gert ráð fyrir því að skipið komi til þangað þann 6. nóvember.
Meira