V-Húnavatnssýsla

Hugleiðingar við lok kjörtímabils

Þegar líður að lokum kjörtímabils er gott að líta aðeins um öxl og meta hvernig til hefur tekist. Þegar við skoðum hvaða markmið við settum okkur í upphafi og horfum svo á hverju við höfum áorkað get ég sagt að ég er nokkuð sáttur við árangurinn. Auðvitað er ekki allt búið en við höfum komið býsna miklu í framkvæmd.
Meira

Amber Christina Monroe hlaut önnur verðlaun í nýsköpunarhraðli fyrir konur

Frumkvöðlaverkefni sem snúa að umhverfissjónarmiðum, samgöngum, sjálfbærri ræktun, aðstoð við listamenn, umhverfisvæna verslun og veflausn sem snýr að forvörnum gegn ofbeldi urðu í efstu sætunum í nýsköpunarhraðli fyrir konur sem Háskóli Íslands stendur að í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Hraðlinum lauk formlega sl. föstudag og voru vegleg peningaverðlaun að verðmæti 2,2 milljóna króna veitt vinningshöfunum. Isponica á Hólum í Hjaltadal hlaut önnur verðlaun í einstaklingsflokki.
Meira

Heilsueflandi Húnaþing vestra

Það var nóg að gera hjá Ölmu Möller landlækni sl. föstudag því Blönduósbær var ekki eina sveitarfélagið á Norðurlandi vestra sem gerðist aðili að Heilsueflandi samfélagi. Hún heimsótti einnig Hvammstanga þar sem hún og og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri undirrituðu samning um innleiðingu Heilsueflandi samfélags í Húnaþingi vestra.
Meira

Vængir Júpíters unnu nauman sigur á Kormáki/Hvöt

Keppni í 3. deildinni í knattspyrnu hófst í gær og þar spruttu Húnvetningar fram á Fjölnisvöllinn undir sameiginlegu merki Kormáks/Hvatar. Andstæðingarnir voru Vængir Júpíters sem er einskonar B-lið Fjölnis í Grafarvoginum reykvíska. Heimamenn náðu yfirhöndinni snemma leiks en gekk illa að hrista af sér nýliðina en það fór svo að lokatölur urðu 2-1 fyrir Grafarvogspiltana.
Meira

Styrkur skiptir máli

Á tíma okkar sem þingmenn NV-kjördæmis hefur verið ánægjulegt að eiga samstarf við alla sveitarstjórnarmenn í Húnaþingi vestra. Samhugur, samtakamáttur og öflug málafylgja eru orð sem koma í hugann. Það hafa líka náðst fram stór og mikil framfaramál og sveitarfélagið verið í fararbroddi margra metnaðarfullra verkefna. Til að bæta búsetuskilyrði og efla mannlíf. Mörg verkefni hafa náð fram, en okkur eru vafalaust líka ofarlega í huga verkefnin sem blasa við og hafa ekki náð fram, eins og við helst vildum.
Meira

Íslandsbankasala fjármálaráðherra er ólögleg

Árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaráðherra fær þar m.a. heimild til að selja Íslandsbanka, að fenginni heimild í fjárlögum. Flokkur fólksins var eini flokkurinn á Alþingi sem var á sölunni á Íslandsbanka. Fármálaráðherra selur Íslandsbanka, enginn annar. Hann tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins, líkt og segir í lögunum. Hann ber ábyrgð á sölunni.
Meira

Fundur aðgerðastjórnenda á Norðurlandi vestra

Aðgerðastjórnendur á Norðurlandi vestra hittust á Sauðárkróki seinnipart 5. maí síðastliðinn. Á fundinn mættu tuttugu manns frá björgunarsveitum, slökkviliðum, Rauða krossinum og lögreglu. Markmið fundarins var að efla samstarf á milli viðbragðsaðila á svæðinu.
Meira

Sigurður Ingi hefur tekið á móti nýrri Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur veitt nýrri Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra viðtöku. Í frétt á vef SSNV segir að í áætluninni séu teknar saman helstu áherslur landshlutans hvað samgöngu- og innviðamál varðar og er áætlunin uppfærð útgáfa fyrri áætlunar sem samþykkt var árið 2019.
Meira

Frá sveitasíma til snjalltækis

Í nútímasamfélagi hefur ákveðinn hluti samskipta og þjónustu færst yfir á netið og samfélagsmiðla og fréttir eru aðgengilegar allan sólarhringinn á netmiðlum. Símar og spjaldtölvur gegna stærra og stærra hlutverki í daglegu lífi okkar og sífellt bætast við nýjar leiðir til samskipta og fréttaflutnings. Þetta er gjörbreyttur veruleiki frá því samfélagi sem eldra fólk ólst upp við og lifði við á fullorðinsárum sínum.
Meira

Auðveldar okkur vinnuna, segir Guðmundur Haukur um kaup ríkisins á stjórnsýsluhúsnæði Blönduósbæjar

Dómsmálaráðherra hefur, með vilyrði fjármálaráðherra, ákveðið að ganga til viðræðna við Blönduósbæ um kaup á stjórnsýsluhúsnæði bæjarins að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að með kaupum á fasteigninni verði hægt að bæta nýtingu og auka hagræði í rekstri en ríkið á fyrir 1. og 3. hæð hússins sem er nýtt undir starfsemi sýslumannsins á Norðurlandi vestra og lögreglunnar.
Meira