Sundabraut og ný Breiðafjarðarferja í forgang
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
29.10.2021
kl. 08.14
Nauðsynlegir innviðir á borð við nútímasamgöngur, öflugt fjarskiptasamband, góð heilbrigðisþjónusta og menntun, sem stenst samanburð við höfuðborgarsvæðið, er réttmæt krafa íbúa landsbyggðarinnar. Sundabraut er þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundabraut styttir akstur til höfuðborgarinnar líklega um hálftíma. Ef 6.000 manns ækju Sundabraut á dag sparaði það 3000 vinnustundir á dag. Það munar um minna.
Meira