Athugasemdir við vinnulag undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
08.11.2021
kl. 09.11
Við undirrituð, öll kærendur vegna alþingiskosninga þann 25. september, viljum vekja athygli á því hversu mikil og ónauðsynleg leynd hvílir yfir fundum undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa. Nefndin hefur starfað í einn mánuð og haldið amk. 22 fundi. Einungis tveir af þessum fundum hafa verið opnir, hvor tveggja fundir með sérfræðingum frá lagadeildum háskólanna. Allir aðrir fundir hafa verið lokaðir og engar efnislegar upplýsingar að finna í fundargerðum. Fjölmargir hafa verið boðaðir til funda með nefndinni, þ.m.t. allir kærendurnir sextán og fjölmargir málsaðilar. Þar má helst telja meðlimi í landskjörstjórn, meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, starfsmenn Hótel Borgarness, fjölmarga umboðsmenn stjórnmálasamtaka auk fleira fólks.
Meira