Magnús Eðvaldsson fer fyrir N lista í Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
08.04.2022
kl. 09.13
N listinn Nýs afls í Húnaþingi vestra hefur skilað inn framboðslista sínum en upplýsingar um málefnavinnu og fundahöld koma fram á næstu dögum. Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi, leiðir listann en Þorgrímur Guðni Björnsson sérfræðingur og Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir, ferðaþjónustubóndi og reiðkennari, verma næstu tvö sæti.
Meira
