V-Húnavatnssýsla

Er grafna gæsin lögleg?

Matvælastofnun bendir á það á heimasíðu sinni að ekki má selja afurðir gæsa, anda eða annarra villtra fugla, né dreifa þeim, nema með leyfi Matvælastofnunar eða viðkomandi Heilbrigðiseftirlitssvæðis. Þar segir að vegna margra ábendinga til stofnunarinnar um sölu og dreifingu á unnum afurðum frá villtum fuglum, sé rétt að benda á að Auglýsing á Facebook geti talist til sölu eða dreifingar og er stofnuninni skylt og mun fylgja eftir auglýsingum um sölu og dreifingu á þessum afurðum.
Meira

Árið 2021: Á ekki eftir að sakna þess að standa í flutningum

Kristín Sigurrós Einarsdóttir sprettur upp að morgni annars dags jóla til að svara ársuppgjörinu. Eða þannig. Stína hefur víða komið við síðan hún flutti í Skagafjörðinn fyrir einhverjum árum, meira að segja unnið á Feyki. Nú býr hún á Hofsósi en á ættir að reka í Lundarreykjadalinn í Borgarfirði. Árinu lýsir hún með eftirfarandi b-orðum: „Breytingar, bjartsýni og bugun.“
Meira

Fékk harðfisk í jólapakkann!

Á Skagaströnd er lítill fallegur hundur sem heitir Dimma Lind og er af tegundinni Silky terrier. Dimma Lind er fimm ára og er eigandi hennar Elísa Bríet Björnsdóttir, 13 ára, dóttir Þórunnar Elfu Ævarsdóttur og Björns Sigurðssonar. Elísa eignaðist Dimmu þegar fjölskyldan var í Reykjavík og mamma hennar var að velta því fyrir sér hvort þau ættu kannski að fá sér hund. Eftir mikið suð í Elísu lét Þórunn undan og duttu þau heldur betur í lukkupottinn með hana Dimmu sem þau fengu í Keflavík.
Meira

Móðir allra hátíða :: Jólapistill Byggðasafns Skagfirðinga

Jólin hafa verið kölluð móðir allra hátíða. Þá var eins og nú ekki lítið um dýrðir fyrir börn, sem hlakkaði svo til að sjá öll ljósin tendruð, bæði í torfbæjum og kirkjum – en eins og þið hafið tekið eftir þá var ansi dimmt í gömlu bæjunum á veturna, það mætti segja að veturinn hafi verið eins og ein stór rökkurganga.
Meira

„Alltaf var fang til að skríða upp í ef eitthvað bjátaði á“

Anna Steinunn Friðriksdóttir ólst upp á bænum Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði. Gamla íbúðarhúsið var byggt árið 1891 og má segja að það hafi verið gert ódauðlegt í kvikmyndum Friðriks Þórs, Börnum náttúrunnar og ekki síst Bíódögum, þar sem húsið og nokkrir fyrrum íbúar þess léku stóra rullu. Gamla húsið var í sumar tekið af grunni sínum og flutt suður yfir heiðar og er að sjálfsögðu sjónarsviptir að þessu sögufræga húsi í Skagafirði. Unnið er að endurgerð þess á Jarðlangsstöðum rétt ofan við Borgarnes. Til að rifja upp jólin og lífið á Höfða hafði JólaFeykir samband við Önnu Steinunni.
Meira

Árið 2021: Það er óhætt og öllum hollt að breyta til

Annar í röð þeirra sem skila inn ársuppgjöri í Feyki er Gunnar Rögnvaldsson frá Hrauni. Gunni starfar nú tímabundið sem forstöðumaður safna í Húnaþingi vestra og er til heimilis á Hvammstanga en snýr aftur í fyrra starf sem staðarhaldari á Löngumýri í mars. Hann lýsir árinu 2021 svona: „Lærdómsríkt, ófyrirséð og veðursælt.“
Meira

Jólatréð girt af með pappakössum fyrstu jólin

Daði Hlífarsson og Erna Ósk Björgvinsdóttir á Króknum eiga rosalega fallegan hvítan hund af tengundinni Samoyed en þeir eiga uppruna sinn að rekja til Síberíu. Þeir eru með tvöfaldan þykkan feld og voru upphaflega ræktaðir sem sleðahundar og til að smala hreindýrum.
Meira

Málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra fær rúma eina og hálfa milljón af 400 milljóna viðbótarframlagi Jöfnunarsjóðs

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 10. desember sl. um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2021 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæð framlagsins 400 milljónum króna. Sveitarfélagið Skagafjörður fær rúma eina og hálfa milljón kr. í málefnið fyrir Norðurland vestra.
Meira

Linmæltur Sunnlendingur lendir í orðaskaki

Það eru liðin nokkur ár síðan Kristján Gísli Bragason flutti norður í land en hann á ættir að rekja á suðurlandsundirlendið, alinn upp í Þykkvabænum eða þar um slóðir. Hann hafði samband við ritstjórn á dögunum og sagði í raun allt gott að frétta. Hann væri smám saman farinn að geta borðað kartöflur á ný, var kominn með bagalegt ofnæmi fyrir þeim sem var nú kannski helsta ástæðan fyrir því að hann flutti norður. „Hér er gott að vera, ég kann vel við fólkið og hafgoluna, hér er gott að ríða út og versla í kaupfélaginu ... en það er eitt sem ég ekki skil.“
Meira

Bjarni segir Vatnsnesveg stórhættulegan og vill flýta framkvæmdum

Á Húnahorninu er sagt frá því að Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, hafi í gær spurt Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi hvort hann hyggðist beita sér fyrir því að framkvæmdum við Vatnsnesveg yrði flýtt enn frekar og meira fjármagni veitt til þess að svo megi verða. „Ráðherra sagði veginn sannarlega ekki í ásættanlegu ásigkomulagi en það ætti reyndar við um fleiri malarvegi landsins,“ segir í fréttinni.
Meira